Fara í efni

Uppfært kl. 10.06 : Aurskriður á Seyðisfirði - hættuástand

18.12.2020 Fréttir

Hættuástand er enn á rýmingarsvæði á Seyðisfirði og umferð þar óheimil sem stendur. Beðið er birtingar til að meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir að rýming standi í sólarhring til viðbótar að minnsta kosti.

Dregið hefur lítillega úr úrkomu og standa vonir því til að ástandið fari skánandi úr þessu. Versni staðan hinsvegar er áætlun um frekari rýmingar eða útvíkkun á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr. Næstu tilkynningar er að vænta um hádegi.

Mynd fengin af visir.is
Mynd fengin af visir.is
Getum við bætt efni þessarar síðu?