Fara í efni

Uppfært: Upplýsingafundur varðandi Axarveg - útsending

10.01.2023 Fréttir Djúpivogur

Haldinn verður fjarfundur um Axarveg fimmtudaginn 12. janúar 2023, klukkan 17:00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við nýjan veg yfir Öxi.

Fundurinn verður sendur út til íbúa í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins og Facebook síðu Múlaþings. Íbúar geta sent inn spurningar á netfangið mulathing@mulathing.is og skriflega á Facebook síðu Múlaþings meðan á fundi stendur.

Dagskrá:

Innlegg frá eftirtöldum aðilum:

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.

Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.

Fulltrúar Vegagerðarinnar fara yfir eftirfarandi:

  • Eðli framkvæmdar
  • Undirbúningur framkvæmda
  • Staða hönnunar og undirbúningur fyrir útboð
  • Framkvæmd

Útsending fundar

Glærur fundar

Uppfært: Upplýsingafundur varðandi Axarveg - útsending
Getum við bætt efni þessarar síðu?