Fundur var með Veðurstofu í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála og hugsanlegar afléttingar á rýmingum. Enn er verið að meta aðstæður en gert ráð fyrir afléttingum í dag. Ekki ljóst hversu víðtækar þær verða. Dregið hefur úr snjóflóðahættu eftir að hlýnaði til fjalla en krapaflóðahætta aukist. Ekki er talin hætta á skriðum. Sem fyrr er vel fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Hreyfing hefur ekki mælst og grunnvatnsstaða er lág.
Það styttir upp um hádegið og kólnar þegar líður á daginn þá dregur frekar úr snjóflóðahættu og fer að draga úr krapaflóðahættu. Reiknað er með að hægt sé að draga úr rýmingum vegna snjóflóðahættu eftir hádegi. Meta þarf krapaflóðahættu þegar líður á daginn.