Fara í efni

Úrkoma í norðurhluta Austfjarða

09.11.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Spáð er skammvinnri en ákafri úrkomu á norðurhluta Austfjarða í kvöld, þar sem búast má við allt að 50 mm úrkomu í byggð. Úrkomuákefðin verður mest um 4-6 mm á láglendi og hiti á bilinu 0-5° C og því má búast við því að það rigni á láglendi en snjói til fjalla. Fram að helgi má svo búast við áframhaldandi rigningu en ekki er spáð mikilli ákefð og því gæti uppsöfnuð úrkoma á næstu dögum farið upp undir 100 mm.

Á Seyðisfirði má búast við nokkurri úrkomuákefð í kvöld en uppsöfnuð úrkoma til fjalla verður þó innan við 100 mm og í kringum 40 mm á láglendi. Spáin gerir ráð fyrir því að það stytti upp um miðnætti en svo fari aftur að rigna seinna í nótt og það verði ósamfelld rigning fram á föstudag. Hiti á láglendi verður á bilinu
3-5°C og því má búast við rigningu á láglendi en snjó til fjalla. Vatnshæðarmælar í borholum á svæðinu sýna að grunnvatnsstaða hefur aðeins hækkað eftir úrkomuna síðustu daga en er þó ennþá fremur lág í flestum holum. Ekki er talin ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða vegna skriðuhættu og ofanflóðavakt Veðurstofunnar mun halda áfram að fylgjast náið með aðstæðum.

Úrkomu á Austfjörðum næsta sólarhringinn má sjá hér | Ofanflóð – Veðurstofa Íslands (vedur.is)

Úrkoma í norðurhluta Austfjarða
Getum við bætt efni þessarar síðu?