Fara í efni

Úrkomuviðvörun frá 18:00 í dag til 9:00 í fyrramálið

13.11.2022 Fréttir

Daglegur fundur Veðurstofunnar og Almannavarna fór fram fyrr í dag en hann sátu fulltrúar lögreglu á Austurlandi og Múlaþings vegna úrkomuspár fyrir næstu daga og vatnssöfnunnar.

Í kvöld kemur fyrsta gusan en búist er við mikilli úrkomu og er úrkomuviðvörun í gildi frá kl. 18 í dag til kl. 9 í fyrramálið. Sjá nánar á Facebooksíðu Veðurstofu Íslands en þar má meðal annars finna upplýsingar um stöðuna almennt. Einnig má finna gagnlegar upplýsingar á bloggsíðu Veðurstofunnar þar sem sjónum er meðal annars beint að Seyðisfirði. Þá er Lögreglan á Austulandi dugleg við að miðla stöðu mála á Facebooksíðu sinni og halda íbúum svæðisins upplýstum.

Íbúar eru hvattir til þess að fylgjast með.

Merki almannavarna
Merki almannavarna
Getum við bætt efni þessarar síðu?