Fara í efni

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

25.04.2022 Fréttir Kosningar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hófst á skrifstofum embættis sýslumannsins á Austurlandi þriðjudaginn 19. apríl s.l. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma sýsluskrifstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-15:00, en föstudaga kl.09.00-14.00.

Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum:

  • Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði.
  • Strandgötu 52, Eskifirði.
  • Lyngási 15, Egilsstöðum.
  • Lónabraut 2, Vopnafirði. Kjörstjóri er Nikulás Árnason, sími 897-0017.

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).

Auk kosninga á skrifstofum embættisins er hægt að kjósa í Múlaþingi sem hér segir frá og með mánudeginum 25. apríl:
Á Djúpavogi: Mánudaga og miðvikudaga frá 13-15 en föstudaga frá 10-12.
Borgarfjörður: Mánudaga til fimmtudaga frá 8-12, 13-16:30, föstudaga frá 8-12 og 13-15.

Frá mánudeginum 25. apríl veður hægt að kjósa hjá eftirtöldum kjörstjórum í Fjarðabyggð:
Norðfjörður: Óskar Ágúst Þorsteinsson, sími 841-8349
Reyðarfjörður: Aðalheiður Vilbergsdóttir, sími 843-7706
Fáskrúðsfjörður: Steinunn Elísdóttir, simi 867-1363
Stöðvarfjörður: Svanhvít Björgúlfsdóttir, sími 861-1991
Breiðdalur/Breiðdalsvík: Sigurður Borgar Arnaldsson, sími 868-5129

Vakin er athygli á að í Múlaþingi er um tvenns konar kosningar að ræða. Annars vegar listakosningar til sveitarstjórnar í Múlaþingi en hins vegar um óhlutbundnar kosningar til heimastjórna í hverju og einu hinna fjögurra gömlu sveitarfélaga sem nú mynda Múlaþing, þ.e.a.s. á Borgarfirði eystra, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði. Í heimastjórnarkosningunni ritar kjósandi fullt nafn og heimilisfang þess sem hann kýs og merkir sendiumslagið: "Heimastjórnarkosning".

Opnunartími skrifstofa embættisins á Egilsstöðum og Eskifirði verða lengdir til kl.17.00 síðustu tvær vikur fyrir kjördag.

Sýslumaðurinn á Austurlandi
25. apríl 2022
Lárus Bjarnason, sýslumaður

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?