Fara í efni

Útboð á rekstri félagsheimilisins Herðubreiðar

31.01.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Múlaþing leitar eftir áhugasömum aðilum til að gera tilboð í rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar, Austurvegi 4, Seyðisfirði. Rekstraraðili skal standa fyrir fjölbreyttu menningarstarfi, félagsstarfi, salarleigu og rekstri bíóhúss í húsinu samkvæmt skilgreiningu í útboðsgögnum.

Útboðslýsing sem inniheldur lýsingu á húsnæði og búnaðarlista fást send í tölvupósti eða afhent á skrifstofu Múlaþings á Seyðisfirði, Hafnargötu 44 dagana
1. febrúar 2023 til og með 15. febrúar 2023. Nauðsynlegt er að þeir sem fá útboðsgögn gefi upp nafn og netfang til að hægt verði að koma viðbótarupplýsingum til allra komi þær fram á útboðstímabilinu. Hafi aðilar spurningar varðandi gögn eða markmið Múlaþings, þarf að senda þær í tölvupósti á netfangið adalheidurb@mulathing.is merkt Herðubreið. Skal það gert eigi síðar en 22. febrúar 2023. Spurningum og svörum verður dreift til allra sem sótt hafa gögn verkefnisins eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 1. mars 2023.

Tilboði skal skilað á skrifstofu Múlaþings að Hafnargötu 44, Seyðisfirði eða með tölvupósti á adalheidurb@mulathing.is, eigi síðar en 6. mars 2023. Öll gögn skulu greinilega merkt „Félagsheimilið Herðubreið”. Farið verður með aðsendar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Múlaþing áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum og tilboðum sem berast í verkefnið á hvaða stigum samningskaupaferilsins sem er.

Útboð á rekstri félagsheimilisins Herðubreiðar
Getum við bætt efni þessarar síðu?