Fara í efni

Útboð: Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

22.02.2023 Fréttir

Sveitarfélagið Múlaþing óskar eftir tilboðum í verkið Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045. Um opið útboð er að ræða eins og lýst er í lögum númer 65/1993 um framkvæmd útboða og lögum númer 120/2016 um opinber innkaup og er útboðið auglýst á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES).

Um er að ræða nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið Múlaþing sem sameinað var af eftirtöldum sveitarfélögum árið 2020:
Borgarfjarðarhreppi, Djúpavogshreppi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað. Verkið skal vinna samkvæmt útboðs- og verklýsingu ásamt þeim gögnum sem þar er vísað til.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt í gegnum netfangið utbod@mulathing.is.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum fyrir klukkan 11.00 þann 13. apríl 2023 þar sem umslög 1 verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bjóðendur fá tilkynningu um tímasetningu á opnun umslaga 2 með tölvupósti. Bjóðendum gefst jafnframt kostur á að vera viðstaddir opnun á umslögum í gegnum fjarfundarbúnað og skal bjóðandi senda beiðni um það á netfangið utbod@mulathing.is.

Útboð: Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045
Getum við bætt efni þessarar síðu?