Fara í efni

Úthérað – opinn fundur

16.03.2022 Fréttir Egilsstaðir

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að verkefni á vegum Fljótsdalshéraðs og nú Múlaþings undir heitinu Úthéraðsverkefnið. Upphaflegur tilgangur verkefnisins var að gera tillögur um hvernig mætti gera Úthérað að áfangastað ferðamanna og bæta búsetuskilyrði á svæðinu. Verkefnið hefur tafist og seinkað vegna covid en nú er boðað til opins fundar um stöðu þess og framtíð.

Tímasetning: Fimmtudagurinn 7. apríl kl. 17.30.

Staðsetning: Hjaltalundur

Dagskrá:

  • Farið yfir tilurð, tilgang og stöðu verkefnisins – Stefán Bogi Sveinsson frá Múlaþingi
  • Farið yfir niðurstöður greinargerða sem Náttúrustofan vann um svæðið – Guðrún Óskarsdóttir frá Náttúrustofu Austurlands
  • Hvert á að stefna næst? Hverjar eiga áherslur verkefnisins að vera? – Jóna Árný Þórðardóttir og Tinna K. Halldórsdóttir frá Austurbrú leiða umræður.
Úthérað – opinn fundur
Getum við bætt efni þessarar síðu?