Fara í efni

Úthlutun menningarstyrkja Múlaþings

Ljósmynd Hafþór Snjólfur.
Ljósmynd Hafþór Snjólfur.

Byggðaráð Múlaþings auglýsti í desember 2021 til umsóknar styrki til menningarstarfs á árinu 2022. Um var að ræða fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings vegna verkefna á árinu 2022, en auglýst verður eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar í ágúst.

Alls bárust umsóknir frá 25 einstaklingum og stofnunum vegna 29 verkefna. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 18 milljónir, en heildarkostnaður verkefna nam rúmum 58 milljónum. Veittir styrkir vegna verkefna voru alls 8.270.000 kr.  

Múlaþing er ríkt af drífandi og skapandi fólki sem endurspeglast í þeim umsóknum sem bárust. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna m.a. bókaútgáfur, tónleika, sviðslistaverk og kvikmyndaframleiðslu sem verða unnin innan Múlaþings og á Austurlandi.

 

Umsækjendum er hér með þakkað fyrir umsóknir og óskað velgengni með öll þau fjölbreyttu verkefni sem hlutu styrki.

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir verkefnastjóri menningarmála á heiddis.gudmundsdottir@mulathing.is


Getum við bætt efni þessarar síðu?