Fara í efni

Útivistartími breytist í september

09.09.2021 Fréttir

// english below //
// polish below //

 

Minnt er á að útivistartími barna og unglinga breytist að nýju 1. september, jafnvel þó svo að við séum enn að njóta sólar og sumars.Í barnaverndarlögum segir:

„Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.“

 

Gildir útivistartíminn fyrir fæðingarárið, en ekki fæðingardag, og því gilda sömu reglur fyrir öll börn sem fædd eru á sama ári.

 

Hægt er að lesa ýmsar ástæður fyrir því að takmarka útivist barna og unglinga á heimasíðu Umboðsmanns barna. Þar er að auki áréttað að reglur um útivistartíma segir til um það hvað börn og unglingar mega vera lengi úti á kvöldin, en ekki hvað þau eiga að vera lengi úti. Foreldrar geta því hæglega sett sínar eigin reglur innan þess ramma sem reglurnar setja. Eftir 16 ára aldur er það foreldra, í samráði við ungmennin, að setja reglur um útivist.

Samkvæmt Embætti landlæknis er meðal svefnþörf barna og unglinga á bilinu 9-10 klukkustundir á nóttu. Í svefni hvílist líkaminn og endurnærist og er svefn bráðnauðsynlegur til að viðheilsa bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Það er því alveg ljóst að nauðsynlegt er að hver einstaklingur fái nægan svefn til að geta lifað og starfað í samfélaginu okkar.

Stöndum saman og virðum útivistarreglurnar!


Rodzice!

Współpracujmy ze sobą.

Zasady przebywania na powietrzu W okresie roku szkolnego (od 1 września do 1 maja):

  • Dzieci w wieku do 12 lat nie mogą przebywać same na zewnątrz po godz. 20
  • Dzieci w wieku od 13 do 16 lat nie mogą przebywać same na zewnątrz po

godz. 22

W okresie letnim:

  • Dzieci w wieku do 12 lat nie mogą same przebywać na zewnątrz po godz. 22
  • Dzieci w wieku od 13 do 16 lat nie mogą same przebywać na zewnątrz po godz. 24

Rodzice i opiekunowie mają pełne prawo do skrócenia tych godzin. Zasady przebywania na zewnątrz są zgodne z ustawą o ochronie dzieci, co oznacza, że dzieci nie mogą same przebywać na zewnątrz bez opieki dorosłych poza wyżej wymienionymi godzinami.

Wyjątek stanowią dzieci w wieku od 13 do 16 lat, które późno powracają do domu z uznanych szkół lub klubów sportowych i młodzieżowych.

 

WIEK DZIECKA USTALA SIĘ NA PODSTAWIE ROKU URODZENIA.


Parents!

Let’s work together.

Outdoor hours for children during the school period (from 1st September until 1st May):

  • Children, 12 years old or younger, should not be outside after 20:00 pm.
  • Children, 13 to 16 years of age, should not be outside after 22:00 pm.

During the summer (from 1st May until 1st September):

  • Children, 12 years old or younger, should not be outside after 22:00 pm.
  • Children, 13 to 16 years of age, should not be outside after 24:00 pm.

Parents and caregivers have absolute rights to reduce these outdoor hours. These rules are in accordance with the Icelandic Child Protection laws and forbid children to be in public places after the stated hours without adult supervision. These rules can be exempted if children 13 to 16 years of age are on their way home from an official school, sports, or youth center’s activity.

THE CHILD’S BIRTH YEAR RATHER THAN THE BIRTHDAY APPLIES

Útivistartími breytist í september
Getum við bætt efni þessarar síðu?