Fara í efni

Útrýming á ofbeldi gegn konum

24.11.2020 Fréttir

Múlaþing lýsir upp byggingar til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem hefst 25. nóvember og stendur í 16 daga. Litur átaksins er appelsínugulur sem á að tákna bjartari framtíð án ofbeldis. Lýsingin er í samstarfi við Soroptimistaklúbb Austurlands.

Soroptimistaklúbbar ásamt fleiri alþjóðlegum samtökum vekja athygli á mannréttindabrotum gegn konum með verkefninu Roðagyllum heiminn sem er 16 daga átak um að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefst þann 25. nóvember sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum og því lýkur þann 10. desember á mannréttindadeginum. Í samvinnu við Soroptimistaklúbb Austurlands hefur sveitarfélagið ákveðið að lýsa upp með appelsínugulu byggingar í hverjum þéttbýliskjarna sveitarfélagsins á meðan á átakinu stendur og sýna þannig samstöðu og standa með konum. 

Þessi barátta, einnig þekkt sem, Sveipaðu veröldina appelsínugulu, Orange the World, notar appelsínugula litinn sem sameinandi lit í öllum sínum aðgerðum.

 

Útrýming á ofbeldi gegn konum
Getum við bætt efni þessarar síðu?