Fara í efni

Vannst þú í Sláturhúsinu?

29.04.2021 Fréttir

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir fólki sem vann í Sláturhúsinu þegar það var starfrækt sem sláturhús og kjötvinnsla á árunum 1958 -2003 vegna myndlistarverkefnis. Auglýst er eftir öllum sem hafa áhuga á að deila frásögnum af Sláturhúsinu, hvort sem það vann þar í stuttan eða langan tíma.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 693-5979 eða sendið tölvupóst á netfangið ingunnfjola@gmail.com

Vannst þú í Sláturhúsinu?
Getum við bætt efni þessarar síðu?