Fara í efni

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 27.11

27.11.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Úrkoma síðasta sólarhring var ekki nema 7-8 mm samkvæmt úrkomumælum í Seyðisfirði. Almennt hafa hreyfingarnar ekki verið miklar, mest tæpir 10 cm í Búðarhrygg frá því í byrjun nóvember sem hefur ekki gefið tilefni til aðgerða. Utan hryggjarins hefur hreyfing verið mun minni og hefur dregið úr henni í nótt frá því sem verið hefur síðustu daga.
Rigning er á Austurlandi í dag en veðurspá gerir ráð fyrir um 20 mm á Seyðisfirði í úrkomunni fram á kvöld. Þurrt verður á mánudag og þriðjudag.
Vatnshæð hefur lækkað í öllum borholum síðan á föstudag nema einni.
Vinna í lækjum og skriðufarvegum eða umferð fólks við farvegi eða á göngustígum meðfram skriðufarvegum er ekki æskileg. Þetta á sérstaklega við um Búðará þar sem hryggurinn innan við upptök skriðunnar frá 2020 er á hreyfingu og yfirborðsjarðlög kunna að vera óstöðug og smáspýjur gætu fallið.

Á bloggsíðu Veðurstofu Íslands má fylgjast með daglegum fréttum um aðstæður á Seyðisfirði.

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 27.11
Getum við bætt efni þessarar síðu?