Fara í efni

Vefmyndavél við Djúpavogshöfn komin í lag

23.02.2023 Djúpivogur

Með samstilltu átaki og smá slettu af WD-40, tókst þeim Óla, Guðjóni og Gumma að koma vefmyndavélinni á sinn stað og í gang nú í morgun. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda fastur liður í lífi margra, bæði hérlendis og erlendis að fylgjast með lífinu við Djúpavogshöfn. Ekki er annað að sjá en að vélin sé í góðu lagi og ætti hún því að geta sinnt hlutverki sínu með sóma næstu árin.

Vefmyndavél við Djúpavogshöfn komin í lag
Getum við bætt efni þessarar síðu?