Fara í efni

Vegfarendur með endurskinsmerki sjást fimm sinnum fyrr

05.11.2021 Fréttir

Notkun endurskinsmerkja getur skilið á milli lífs og dauða vegna þess að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en annars. Þeim mun fyrr og betur sem bílstjórar sjá gangandi og hjólandi vegfarendur, þeim mun minni líkur eru á að slys verði.

Nú þegar birtutíminn styttist sjást gangandi og hjólandi vegfarendur verr, þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bíla. Það er því algjörlega nauðsynlegt að vegfarendur, bæði menn og dýr, séu vel endurskinsmerktir. Múlaþing sendir sérstaka hvatningu til íbúa um að nota endurskinsmerki og vera sýnileg í myrkrinu.

Endurskinsmerki má t.d. finna í Vaski, Húsi Handanna og A4 á Egilsstöðum, í Kjörbúðinni á Seyðisfirði og á Djúpavogi. Endurskinsvörur fyrir ferfætta vegfarendur má til dæmis finna í Landstólpa á Egilsstöðum.

Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:

  • Fremst á ermum
  • Hangandi meðfram hliðum
  • Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum

Hér má sjá tilraun sem Samgöngustofa gerði á notkun endurskinsmerkja.

Vegfarendur með endurskinsmerki sjást fimm sinnum fyrr
Getum við bætt efni þessarar síðu?