Fara í efni

Viðurkenning Jafnvægisvogarinnar

16.10.2023 Fréttir

Fimmtíu og sex fyrirtæki, ellefu sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar hlutu nýverið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Jafnvægisvogin hefur stækkað undanfarin ár en þrátt fyrir það eru konur einungis 21% framkvæmdastjóra í atvinnulífinu hér á landi og 24% séu stjórnendur stofnana og sveitarfélaga tekin með. Þetta hlutfall hefur lítið haggast á undanförnum árum sem er verulegt áhyggjuefni. Það er verðugt verkefni að hækka hlutfall kvenna í stjórnendastörfum enn frekar enda er jafnrétti ákvörðun.

Múlaþing tók með stolti á móti sinni viðurkenningu frá Elizu Reid en sveitarfélagið hefur unnið markvisst að því undanfarin misseri að jafna kynjahlutföll.

Viðurkenning Jafnvægisvogarinnar
Getum við bætt efni þessarar síðu?