Fara í efni

Viðvera í Tryggvabúð

04.01.2024 Djúpivogur

Þann 10. janúar næstkomandi stefna Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings, og Aðalheiður Árnadóttir, deildarstjóri stuðningsþjónustu Múlaþings, á viðveru á Djúpavogi. Boðað er til fundar í Tryggvabúð með félagi eldri borgara og öllum sem áhuga hafa á starfsemi Tryggvabúðar klukkan 14.

Í framhaldi verður svo fyrsta vöfflukaffi ársins þar sem Margrét Friðfinnsdóttir verður loksins formlega kvödd og þakkað gott starf í þágu Tryggvabúðar til fjölda ára.
Sjáumst sem flest!

Viðvera í Tryggvabúð
Getum við bætt efni þessarar síðu?