Fara í efni

Viðvörun vegna skriðuhættu

03.06.2025 Fréttir

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Austurlandi hafa engar aðstoðarbeiðnir borist það sem af er vegna slæms veðurs. En gert er ráð fyrir áframhaldandi úrkomu næstu sólarhringa og kl. 12 í dag tók gildi viðvörun vegna skriðuhættu á norðanverðum Austfjörðum. Ákefðin verður mest í dag en dregur svo úr.

Ekki er talin hætta í byggð en sem fyrr er vel fylgst með hlíðum ofan þéttbýlis. Sjá hér: Seyðisfjörður – Mat á aðstæðum 3. júní 2025 | Ofanflóð.

Sjá einnig á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi.

Viðvörun vegna skriðuhættu
Getum við bætt efni þessarar síðu?