Fara í efni

Vinnuskóli Múlaþings

01.04.2022 Fréttir

Vinnuskóli Múlaþings verður starfræktur frá 8. júní til 11. ágúst í sumar og er hann opinn öllum íbúum sveitarfélagsins, fæddum 2006 – 2009 eða þeim sem ljúka 7. til 10. bekk í vor. Starfstöðvar vinnuskólans verða fjórar, þ.e. Borgarfjörður, Djúpivogur, Egilsstaðir/Fellabær og Seyðisfjörður. Vinnutími og laun nemenda verða sem hér segir:

Nemendur fæddir 2009:     733 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 6 vikur
Nemendur fæddir 2008: 1.100 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 7 vikur
Nemendur fæddir 2007: 1.345 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 11 vikur
Nemendur fæddir 2006: 1.589 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 11 vikur

Laun verða lögð inn á bankareikning sem skal vera skráður á kennitölu nemanda og verða útborgunardagar að öllum líkindum þessir: 30. júní, 29. júlí og 31. ágúst.

Nemendur sem óska eftir vinnu í Vinnuskólanum verða að sækja um í gegnum Mínar síður á heimasíðu Múlaþings, sem hver sem er 18 ára og eldri getur fengið aðgang að. Foreldrar og/eða forráðamenn verða því að aðstoða nemendur við að skila inn umsóknum.

Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2022.

Vinnuskóli Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?