Fara í efni

Vorboði Djúpavogs

21.03.2023 Fréttir Djúpivogur

Stefnt er að útgáfu Bóndavörðunnar – Hammond vorblaði 18. apríl næstkomandi.

Hér með er óskað eftir efni til birtingar hvort sem um ræðir auglýsingar, greinar eða myndir.

Allt er viðkemur Hammondhátíð og utandagskrá hennar á heima í þessu blaði. Einnig er tilvalið að þarna komi fram sumardagskrá og áætlanir, breytingar opnunartíma og annað til upplýsinga fyrir lesendur.

Efni skal berast fyrir mánudaginn 3. apríl, í tölvupósti en einnig er alltaf velkomið að hringja með tillögur af efni.

Öllum stendur til boða að verða áskrifandi af Bóndavörðunni en tvö blöð koma út á hverju ári og kostar áskriftin 3.000 krónur fyrir árið.

Verð auglýsinga:

Heilsíða - 20.000

Hálfsíða - 14.000

1/3 síða – 8.000

¼ síða – 5.000

 

Efni þarf að berast í síðasta lagi 3. apríl.

Greta Mjöll Samúelsdóttir

Sími: 697-5853

Tölvupóstur: greta@lefever.is

Vorboði Djúpavogs
Getum við bætt efni þessarar síðu?