Fara í efni

Votihvammur, breyting á deiliskipulagi í kynningu

13.02.2022 Fréttir

Vakin er athygli íbúa á því að kynningarferli vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Votahvammi á Egilsstöðum er nú í gangi. Um er að ræða þann hluta hverfisins sem er óbyggður.

Upptaka af kynningu verkefnisins er aðgengileg á facebook síðu Múlaþings og skoða má skipulagsuppdráttinn hér.

Íbúar og áhugasamir eru hvattir til þess að koma með ábendingar sem gætu nýst við frekari útfærslu breytinganna en frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 25. febrúar nk.

Þegar unnið hefur verið út athugasemdum og umsögnum sem kunna að berast við vinnslutillöguna verður endanlega tillaga lögð fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð, auk heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, og hún í kjölfarið auglýst í 6 vikur. 

Vert er að benda á að tilkynningar um öll skipulagsverkefni Múlaþings í kynningu og auglýsingu eru birtar undir flipanum skipulagsmál og á forsíðu heimasíðunnar. 

Skjáskot af vinnslutillögu skipulagsins
Skjáskot af vinnslutillögu skipulagsins
Getum við bætt efni þessarar síðu?