Fara í efni

Bóndavarðan - Bæjarblað Djúpavogs


Sjá nýjasta tölublað Bóndavörðunnar - Jól 2023

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogs og hefur verið gefið út af sveitarfélaginu síðan 2010. Þar á undan var Bóndvarðan gefin út af Grunnskóla Djúpavogs og var fréttablað skólans.

Í Bóndavörðunni eru greinar um allt milli himins og jarðar, ferðasögur, viðtöl, myndir og margt sem verið er að brasa á Djúpavogi eða af Djúpavogsbúum.

Hægt er að vera áskrifandi af blaðinu sem kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Einnig er velkomið að senda inn greinar í blaðið hvaðan sem er. Ef þú vilt senda inn grein eða gerast áskrifandi er bent á að senda póst á ritstjóra Bóndavörðunnar

Bóndavarðan dregur nafn sitt af vörðu sem stendur við Djúpavog og er talin eiga uppruna sinn til Tyrkjaránsins 1627.

 

Síðast uppfært 06. desember 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?