Fara í efni

Bóndavarðan - Bæjarblað Djúpavogs

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogs og hefur verið gefið út af sveitarfélaginu síðan 2010. Þar á undan var Bóndvarðan gefin út af Grunnskóla Djúpavogs og var fréttablað skólans. Í Bóndavörðunni eru greinar um allt milli himins og jarðar, ferðasögur, viðtöl, myndir og margt sem verið er að brasa á Djúpavogi eða af Djúpavogsbúum. Hægt er að vera áskrifandi af blaðinu sem kemur að jafnaði út þrisvar á ári. Einnig er velkomið að senda inn greinar í blaðið hvaðan sem er. Ef þú vilt senda inn grein eða gerast áskrifandi er bent á að senda póst á ritstjóra Bóndavörðunnar

Bóndavarðan dregur nafn sitt af vörðu sem stendur við Djúpavog og er talin eiga uppruna sinn til Tyrkjaránsins 1627.

Síðast uppfært 20. apríl 2021
Var efnið á síðunni hjálplegt?