Fara í efni

FRELSI og Hans Jónatan

Frelsi og Hans Jónatan

Listaverk í minningu Hans Jónatans hefur verið reist við hlið Löngubúðar á Djúpavogi til heiðurs honum og þeim alþjóðlegu viðhorfum sem krefjast þess að hörundslitur ráði ekki rétti manna. Verkið ber nafnið FRELSI og er verk hins kunna listamanns Sigurðar Guðmundssonar. 

Hans Jónatan (1784–1827) var fæddur í ánauð á St. Croix í Jómfrúreyjum í Karíbahafi. Móðir hans, Emilía Regína, var ambátt ættuð frá Vestur-Afríku; faðirinn var hvítur, líklega danskur.

Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801 en það dugði honum ekki til að leysa sig úr ánauð. Ekkjufrú Schimmelmann höfðaði sögulegt dómsmál til að staðfesta eignarhald sitt á Hans Jónatan og vann það mál.

Hans Jónatan ákvað þá að taka sér frelsi og strauk til Íslands skömmu eftir að dómur féll árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum í Löngubúð og gerðist bóndi og lét gott af sér leiða.

Austfirðingar tóku leysingjanum Hans Jónatan vel og ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit sinn á Íslandi eða uppruna í þrældómi. Hann kvæntist stúlku úr næstu sveit, Katrínu Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, og eignðust þau tvö börn. Afkomendur þeirra eru nú um eitt þúsund.

Hans Jónatan var fyrsti blökkumaðurinn sem settist að á Íslandi. Ævisagan Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér (höf. Gísli Pálsson) kom út árið 2014.

Ríkisstjórn Íslands, íbúar Djúpavogs, Fiskeldi Austurlands og fjölmargir einstaklingar stóðu rausnarlega straum af kostnaði við gerð verksins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhjúpaði það við hátíðlega athöfn 10. júlí 2021.


LIBERTY and Hans Jonathan

A memorial sculpture, “Freedom”, has been raised at Djúpivogur in honor of Hans Jonatan, echoing international protests against the use of skin color in refuting human rights. The memorial is the work of renowned Icelandic artist Sigurður Guðmundsson.

Hans Jonathan (1784–1827) was born into slavery on St. Croix in the Danish Virgin Islands in the Caribbean. His mother, Emilia Regina, was a house slave from West Africa; his father was white, probably a Dane.

At age seven, Hans Jonathan was sent to Copenhagen to join the household of his owners, the Schimmelmann family. He played a heroic role in the Battle of Copenhagen in 1801, imagining he would become a free man. Widow Schimmelmann, however, took him to court and had his enslavement confirmed.

Hans Jonathan then decided to take his freedom, escaping to Iceland soon after the legal verdict. He settled at Djúpivogur where he worked as a trader at the Löngubúð store, later becoming a peasant. Icelanders embraced the newcomer and nothing indicates that he would be shunned because of the color of his skin or his origin in slavery.

He married a respected local girl, Katrín Antoníusdóttir. Their two children now have one thousand descendants.

As far as we know, Hans Jonathan was the first black person to settle in Iceland. His biography The Man Who Stole Himself: The Slave Odyssey of Hans Jonathan (authored by Gísli Pálsson) appeared in 2016 (also published in Icelandic, Danish, and French).

The Government of Iceland, the inhabitants of Djúpivogur, Fiskeldi Austurlands, and numerous individuals generously financed the construction of the art piece. The memorial was revealed by Prime Minister Katrín Jakobsdóttir at a ceremony in Djúpivogur on 10 July 2021.

Síðast uppfært 21. janúar 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?