Fara í efni

Jafnréttisáætlun Múlaþings

  pdf útgáfa af áætlunni

1 Inngangur

Jafnréttisáætlun er mikilvægt verkfæri til að vinna að jafnri stöðu íbúanna á öllum sviðum samfélagsins. Í áætluninni felst viðurkenning á því að grípa þurfi til aðgerða til að raunverulegt jafnrétti náist, en það er réttlætimál fyrir öll. Áætlun um jafnréttismál, með skýrum markmiðum og tímasettri aðgerðaáætlun, þar sem ábyrgð og eftirfylgni er tryggð, gegnir veigamiklu hlutverki þegar unnið er að jafnrétti.

Í áætluninni er tekið á hvernig unnið skal að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum sviðum í starfsemi sveitarfélagsins og koma í veg fyrir hvers kyns mismunun hvort heldur beina eða óbeina, vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðunar, fötlunar, aldri, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningu. Tiltekin eru markmið og aðgerðir til að stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og í mannauðsmálum.

Með jafnréttisáætluninni er farið að lögum nr. 150/2020, lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (hér eftir kölluð jafnréttislög), lögum nr. 151/2020, lög um stjórnsýslu jafnréttismála, lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og lögum nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði og kröfum úr ÍST 85:2012 Jafnlaunastaðlinum.

Samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála skulu sveitarstjórnir að afloknum sveitarstjórnarkosningum sjá til þess að sveitarfélagið setji sér áætlun um jafnréttismál fyrir nýtt kjörtímabil. Áætlunin skal lögð fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar, hún rædd árlega í sveitarstjórn og endurskoðuð eftir þörfum.

Múlaþing sem sveitarfélag er í góðri stöðu til að vinna að jafnrétti í samfélaginu bæði vegna nálægðar við íbúana og þess þríþætta hlutverks sem það hefur, sem stjórnvald, sem vinnuveitandi og sem þjónustuveitandi. Virk áætlun um jafnréttismál hjá sveitarfélaginu, þar sem unnið er að jafnrétti á öllum þessum sviðum, stuðlar að réttlátara og eftirsóknarverðara samfélagi fyrir öll. Sveitarfélagið Múlaþing vinnur að auki að því að verða Barnvænt sveitarfélag í samstarfi við UNICEF á Íslandi og þannig gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í allri sinni vinnu. Barnasáttmálinn staðfestir að börn og ungmenni eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðins fólks.

Allar deildir, svið og stofnanir sveitarfélagsins skulu taka mið af jafnréttisáætluninni.

2 Múlaþing sem stjórnvald

Jafnréttismál eru á ábyrgð byggðarráðs en einnig gegnir sveitarstjórn Múlaþings mikilvægu hlutverki í vinnu að jafnréttismálum, sem fer þvert á málaflokka. Sveitarstjóri fer fyrir málaflokknum innan stjórnsýslunnar, titlaður jafnréttisfulltrúi, ásamt jafnréttisteymi sem heldur utan um verkefni jafnréttisætlunar. Hlutverk Jafnréttisteymis er að finna í Viðauka 1.

Öll sem koma að þessari vinnu og ákvarðanatöku þurfa að þekkja málaflokkinn og vera meðvituð um að eigin forréttindi geta blindað.

2.1 Nefndir og ráð

28.gr. Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera (150/2020)

„Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.“

Markmið

Aðgerð

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Að kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum sé sem jafnast en ekki minna en 40% þegar fleiri en þrír fulltrúar eiga í hlut.

1. Öll framboð til sveitarstjórna eru hvött til þess bréflega að halda jöfnu kynjahlutfalli og fá fólk með fjölbreyttan bakgrunn á lista sína.

 

Jafnréttis-fulltrúi

Haustið fyrir kosningar.

2. Við kosningu í nefndir, ráð og stjórnir að hlutverk kynjanna sé sem jafnast.

35.gr. Samþykktir um stjórn Múlaþings
44.gr. Sveitarstjórnarlaga nr.138/2011

Sveitar- stjórn

 

Alltaf þegar kosið er í ráð og nefndir.

3. Við tilnefningu í nefndir og ráð fyrir hönd sveitarfélagsins skal tilnefna tvo einstaklinga sem ekki eru af sama kyni.

48.gr. Samþykktir um stjórn Múlaþings

Sveitar- stjórn

Alltaf þegar kosið er í ráð og nefndir.

4. Kalla eftir rökstuðningi ef kynjahlutfallið uppfyllir ekki 28. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

48.gr. Samþykktir um stjórn Múlaþings

Jafnréttisteymi

Þegar tilefni er til.

Að kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum sé sýnilegt og kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.

5. Taka saman upplýsingar um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum.

Birta upplýsingar á heimasíðu Múlaþings.

 

Jafnréttis-fulltrúi með aðstoð jafnréttisteymis

Lokið í apríl ár hvert.

2.2 Greiningar

29.gr. Greining á tölfræðiupplýsingum (150/2020)

„Í opinberri hagskýrslugerð um einstaklinga og í viðtals- og skoðanakönnunum skal greint á milli kynja við söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og birtingu upplýsinga nema sérstakar ástæður, svo sem persónuverndarhagsmunir, mæli gegn því. Þá skulu opinberir aðilar leitast við að greina á milli kynja við alla tölfræðivinnslu nema sérstakar ástæður, svo sem persónuverndarhagsmunir, mæli gegn því.“

Markmið

Aðgerð

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Upplýsingar um stöðu kynjanna innan sveitarfélagsins séu aðgengilegar.

6. Við söfnun og úrvinnslu gagna skal kyngreina upplýsingar og birta þegar og þar sem það á við.

 

Jafnréttisfulltrúi, sviðsstjórar og stjórnendur

Viðvarandi

Í skýrslum og slíku eru kyngreindar upplýsingar eins og við á.

7. Sviðstjórar minntir á þá skyldu sína að safna upplýsingum og greina með tilliti til stöðu jafnréttismála a.m.k. einu sinni á ári.

 

Jafnréttisfulltrúi

Apríl ár hvert

8. Kallað er eftir þeim skýrslum sem gerðar eru og þær rýndar til að kanna hvort verið sé að safna kyngreindum upplýsingum og greina þær.

 

Jafnréttisteymi

Viðvarandi

2.3 Samþætting

30.gr. Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða (150/2020)

„Samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra. Hið sama gildir um alla ákvörðunartöku innan ráðuneyta og stofnana eftir því sem við getur átt.“

Markmið

Aðgerð

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Samþætting kynja- og jafnréttissjónar-miða sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð.

9. Við fjárhagsáætlunargerð komi fram hvernig kynja- og jafnréttissjónarmið eru samþætt á öllum sviðum.

 

 

Jafnréttisfulltrúi, sviðsstjórar og stjórnendur.

 

Árlega áður en fjárhagsáætlun er samþykkt.

Kjörnir fulltrúar og stjórnendur sveitar-félagsins fá fræðslu um kynjaða fjárhags-áætlanagerð og -stefnumótun.

10. Kjörnir fulltrúar, stjórnendur og jafnréttisteymi sitja námskeið um kynjasamþættingu.

 

Jafnréttisfulltrúi

 

Innan við ári að loknum sveitarstjórnar-kosningum.

Auka færni í samþættingu innan stjórnsýslunnar.

11. Þjálfa ákveðna aðila í að rýna stefnur, áætlanir og reglur m.t.t. jafnréttissjónarmiða.

 

Jafnréttisteymi

Fyrir maí 2024

  1. gr. Almennt (85/2018)

Hvers kyns mismunun á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar, hvort heldur bein eða óbein, vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðunar, fötlunar, aldri, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningu er óheimil, sbr. einnig lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Fjölþætt mismunun er einnig óheimil. Fyrirmæli um mismunun vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðunar, fötlunar, aldri, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningu teljast einnig mismunun samkvæmt lögum þessum sem og áreitni þegar hún tengist einhverjum þeim þáttum. Ákvæði í samningi sem fela í sér mismunun vegna kynþáttar eða þjóðernisuppruna eru ógild.

Markmið

Aðgerð

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Að samningar sem sveitarfélagið gerir eða er aðili að mismuni ekki.

12. Farið sé yfir með stjórnendum að rýna eigi samninga m.t.t. mismununar. Skerpt er á þessu ferli reglulega.

 

Jafnréttisfulltrúi

Viðvarandi

Að umfjöllun á vegum sveitarfélagsins mismuni ekki.

13. Áhersla skal lögð á að fréttaflutningur og umfjöllun á vefsíðu sveitarfélagsins taki mið af jafnréttissjónarmiðum.

 

Vefteymi

Alltaf.

 

3 Múlaþing sem vinnuveitandi

Múlaþing hefur í gildi mannauðsstefnu fyrir sveitarfélagið sem tekur m.a. á jafnrétti, hæfilegu vinnuálagi og starfsþróun. Einnig leggur sveitarfélagið mikla áherslu á vellíðan starfsfólks og skal vinnustaðurinn vera laus við hvers kyns ofbeldi. Með forvarnar- og viðbragðsáætlanir sem hluti af vinnuverndarstarfi, þá er skýrt verklag hvernig sveitarfélagið ætlar að taka m.a. á einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO). Starfsfólki skal gert kleift að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, en ánægt og hæft starfsfólk skiptir sköpum fyrir árangur sveitarfélagsins og stofnanir þess. Til að nýta krafta og kunnáttu alls starfsfólks til fullnustu er mikilvægt að á vinnustöðum sveitarfélagsins ríki jafnrétti og öll fái notið sín óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.

Samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála ber sveitarfélögum að setja sér áætlun um hvernig starfsfólki eru tryggð réttindin sem kveðið er á um í 6. – 14. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sveitarfélögum er auk þess skylt samkvæmt 7. gr. laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði að hvers kyns mismunun á vinnumarkaði, bein eða óbein, er óheimil og skal koma í veg fyrir mismunun vegna einhverra þeirra þátta sem um getur í 1. mgr. 1. gr. sömu laga nr. 86/2018.

3.1 Launajafnrétti

6.gr. Almenn ákvæði um launajafnrétti (150/2020)

„Konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk af ólíkum kynjum. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. Starfsfólki skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo.“

9.gr. Bann við mismunun um laun og önnur kjör ( 86/2018)

Múlaþingi er óheimilt að mismuna starfsfólki sínu vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar í tengslum við laun og önnur kjör, enda sinni þeir sömu eða jafnverðmætum störfum. Starfsfólki skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo.

7.gr. Um jafnlaunavottun (150/2020)

Múlaþing skal öðlast jafnlaunavottun hjá viðurkenndum vottunaraðila. Vottunaraðilinn þarf að staðfesta, að undangenginni úttekt að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Vottunina skal endurnýja á þriggja ára fresti.

Í lögunum er ekki einungis talað um jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf heldur líka sömu kjör. Komi í ljós munur á launakjörum kvenna og karla og fólks með hlutlausa skráningu í þjóðskrá eða vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar í tengslum við laun og önnur kjör verða stjórnendur að bregðast við.
Starfsfólki skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo enda hefur verið talið að launaleynd ýti undir launamismunun og henni ber því að útrýma hvar sem hún kann að vera til staðar, sbr. 19. gr. jafnréttislaga.

Markmið

Aðgerð

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Að fólk óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

14. Launagreining þar sem kannað er hvort öll fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Jafnlaunakerfi Múlaþings og VR-007 Launagreiningar

Jafnlaunateymi

 

Í lok mars ár hvert

15. Að jafnlaunastefna sé til staðar, kynnt starfsfólki og sé aðgengileg almenningi.

VR-001 Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna

Byggðaráð skv. 32.gr. samþykktar um stjórn Múlaþings og sveitarstjóri með aðstoð Jafnréttisteymis og jafnlaunateymis

Endurskoðað árlega í tengslum við jafnlaunaúttekt

 

Að sveitarfélagið sé jafnlaunavottað

16. Viðhalda jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012

Jafnlaunakerfi Múlaþings

 

Jafnlaunateymi

 

Í lok mars ár hvert

3.2 Nýráðningar og starfsþróun

12.gr. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun (150/2020)

„Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.“

8.gr. Bann við mismunun í starfi og við ráðningu (86/2018)

Múlaþingi og stofnunum sveitarfélagsins er óheimilt að mismuna umsækjendum um starf vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Sama gildir um stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og önnur starfskjör starfsmanna. Mismunun vegna einhverra þessara þátta í auglýsingu um laust starf er óheimil sem og birting slíkrar auglýsingar.

Markmið

Aðgerðir

Vísan

Ábyrgð

Tímarammi

Laus störf standi öllum opin óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningar.

17. Í starfsauglýsingum skal vísa í jafnréttislög varðandi ráðningar í öll störf.

8. liður um auglýsingar starfa í reglum um ráðningar hjá Múlaþingi

Jafnréttisfulltrúi, stjórnendur og önnur sem koma að ráðningu nýs starfsfólks.

 

Í hvert sinn sem starf er auglýst á vegum sveitarfélagsins

Ekki skal mismuna vegna ofangreindra þátta þegar kemur að ráðningum, stöðuhækkun, stöðubreytingum, uppsögnum eða annarra starfskjara.

18. Samantekt á kynjahlutföllum í stjórnunar- og áhrifastöðum.

Tekið saman í tengslum við þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Jafnvægisvog FKA

Verkefnastjóri mannauðs

 

Í október ár hvert

19. Yfirlit yfir auglýst störf, umsækjendur (kyngreind) og ráðningar.

6. liður í reglur um ráðningar hjá Múlaþingi

Verkefnastjóri mannauðs

Í október ár hvert

Tryggja að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllu starfsfólki.

20. Skipta fjármagni til starfsþróunar jafnt milli stofnana m.v. stöðugildi og stofnanir skulu vera með virka fræðsluáætlun.

Reglur um starfsþróun-sí-og endurmenntun hjá Múlaþingi

Starfsþróunar- og símenntunarnefnd, fjármálastjóri og stjórnendur

Við fjárhagsáætlanagerð ár hvert

Starfsfólk sveitarfélagsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

21. Ef einsleitni er á vinnustaðnum skal auglýst sérstaklega eftir því kyni sem hallar á miðað við samsetningu starfsfólks til að jafna hlutföll innan starfsgreinarinnar og skal það koma fram í auglýsingunni, einnig ef viðkomandi starf krefst þess að kyns sé getið vegna sérstakra aðstæðna.

Mannauðsstefna Múlaþings

Stjórnendur og önnur sem koma að ráðningu nýs starfsfólks.

 

Þegar þörf er á.

Greina sókn fólks í sambærilegum störfum í símenntun og starfsþróun til að tryggja jafnræði.

22. Starfsþróunarsamtöl sem tekin eru árlega auk viðhorfskönnunar starfsfólks getur leitt þetta í ljós.Leita skýringa og bregðast við ef fram kemur mismunur milli hópa.

Mannauðsstefna Múlaþings og Reglur um starfsþróun-sí-og endurmenntun hjá Múlaþingi

Starfsþróunar- og símenntunarnefnd, verkefnastjóri mannauðs og stjórnendur.

Árlega

Bann við mismunun í starfi. 23. Starfsfólk sitji jafnt að fjárveitingum á vegum sveitarfélagsins til starfsumhverfis, þróunar í starfi og vinnuaðstöðu.

III. kafli. Bann við mismunun. Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018

Stjórnendur og önnur sem koma að fjárhagsáætlanagerð.

 

Viðvarandi

24. Tæki og tól sem starfsfólk þarf til að sinna starfi sínu taki mið af mismunandi líkamsbyggingu. 

Stjórnendur

Viðvarandi.

3.3 Fjölskylda og atvinna

Rannsóknir sýna að fjölskylduvænt vinnuumhverfi leiðir til aukinnar starfsánægju, betri frammistöðu og minni veltu starfsfólks. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Í mannauðsstefnu Múlaþings er tilgreint að með markvissum aðgerðum skal stuðla að minni streitu og hæfilegu vinnuálagi. Til þess að ná markmiðum stefnunnar skal bjóða eins og kostur er upp á sveigjanlegan vinnutíma, lámarka yfirvinnu, halda ekki fundi á þeim tímum sem sækja þarf börn í leikskóla, á kvöldin eða um helgar og hvetja forráðafólk til að skipta með sér veikindadögum barna og fæðingarorlofi.

13.gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs (150/2020)

„Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni. Ráðstafanir þær skulu meðal annars miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsfólks og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsfólki sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna.“

Markmið

Aðgerðir

Tilvísun

Ábyrgð

Tímarammi

Að gera öllum kleift, óháð kyni, að samræma fjölskyldu og atvinnulíf.

25. Verklag sem þróað verður á grunni mannauðsstefnu innihaldi leiðbeiningar til stjórnenda til að ná markmiðum um fjölskylduvænan vinnustað m.a. til að tryggja að báðir foreldrar nýti sér foreldra- og fæðingarorlof og sinni veikum börnum og jafna nýtingu á fæðingar- og foreldraorlofi og hvernig skal auðvelda fólki að koma aftur til starfa.

 

Sveitarstjórn/byggðaráð, stjórnendur og verkefnastjóri mannauðs.

Febrúar 2024.

26. Árleg viðhorfskönnun þar sem spurt er um samræmingu atvinnu og fjölskyldulífs, ásamt því að stjórnendur spyrja að þessu í starfsþróunarsamtölum ár hvert, þ.e. hvort starfsfólki finnist það getað samræmt vinnu og fjölskyldulíf.

Viðhorfskannanir og Starfsþróunarsamtöl

Stjórnendur og verkefnastjóri mannauðs

Árlega

27. Að í gildi skuli vera samþykkt mannauðsstefna hverju sinni og kynnt starfsfólki, bæði þegar nýtt fólk tekur til starfa og hún kynnt árlega almennt.

Mannauðsstefna Múlaþings

Stjórnendur, verkefnastjóri mannauðs.

Á haustin

28. Að starfsfólk þekki mannauðsstefnu sveitarfélagsins og hún sé aðgengileg á vinnustöðum og rýmum þar sem starfsfólk er við störf.

Mannauðsstefna Múlaþings

Stjórnendur

Viðvarandi

29. Tryggja hæfilegt starfsálag og verkefni við hæfi.

Mannauðsstefna Múlaþings

Stjórnendur

Viðvarandi

 

3.4 Ofbeldi og áreitni

14.gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundið áreiti og kynferðisleg áreitni (150/2020).

„Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, ætlaðrar kynbundinnar áreitni eða ætlaðrar kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.“

Það er á ábyrgð Múlaþings, stjórnenda, forstöðufólks og forstöðuaðila stofnana að tryggja að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni þrífist ekki á vinnustöðum sveitarfélagsins.

Markmið

Aðgerðir

Tilvísun

Ábyrgð

Tímarammi

Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustöðum sveitarfélagsins.

30. Fræða starfsfólk um kynbundið ofbeldi, kynbundna- og kynferðislega áreitni og tryggja að það þekki forvarnar- og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins vegna slíkra mála

Forvarnar-og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustað (EKKO)og Mannauðsstefna Múlaþings

Stjórnendur, verkefnastjóri mannauðs.

Fræðsla þegar nýtt starfsfólk kemur til starfa.

31. Að forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna EKKO sé aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og hún almennt kynnt árlega fyrir öllu starfsfólki.

Forvarnar-og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustað (EKKO)

Verkefnastjóri mannauðs

Á haustin

32. Að starfsfólk þekki og starfi eftir siðareglum starfsfólks Múlaþings og þær séu kynntar fyrir starfsfólki þegar það kemur til starfa hjá sveitarfélaginu.

Siðareglur starfsfólks Múlaþings

Stjórnendur og verkefnastjóri mannauðs

Þegar nýtt fólk kemur til starfa og kynnt almennt árlega

4 Múlaþing sem þjónustuveitandi

Samkvæmt lögum nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála ber sveitarfélaginu að taka fleiri þætti en kyn inn í áætlun sína um jafnréttismál. Í ljósi þess er hér sérstaklega vakin athygli á 8.-10. gr. laga nr. 85/2018 um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar.

Múlaþing gegnir veigamiklu hlutverki sem þjónustuveitandi. Þegar þjónustan er skipulögð og fjármagni úthlutað þarf að huga að, auk kyns, stöðu fólks af ólíkum kynþætti og þjóðernisuppruna. Með því að hafa kynja og jafnréttissjónarmið í huga við alla stefnumótun og áætlanagerð og við ráðstöfun fjármagns má koma í veg fyrir mismunun og tryggja betur félagslegt réttlæti í þjónustu sveitarfélagsins.

4.1 Kynjasamþætting

30.gr. Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða (150/2020)

„Samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra. Hið sama gildir um alla ákvörðunartöku innan ráðuneyta og stofnana eftir því sem við getur átt.“

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð.

33. Setja upp aðgerðabundna áætlun á hverju sviði þar sem fram kemur hvernig jafnréttis- og kynjasjónarmiða er gætt.

 

Sviðstjórar og stjórnendur.

Maí ár hvert.

34. Að öll sitji jöfn að fjárveitingum á vegum sveitarfélagsins óháð m.a. kyni og þjóðerni.

 

Sviðsstjórar, kjörnir fulltrúar og stjórnendur

Við fjárhagsætlun ár hvert.

35. Þess skal gætt að stúlkur, drengir og stálp hafi sömu möguleika til sumarstarfa og annarra verkefna á vegum sveitarfélagsins.

 

Sviðsstjórar og stjórnendur

Við auglýsingar og ráðningar að vori.

Kynja og jafnréttissjónarmið skulu samþætt við gerð fjárhagsáætlana.

36. Sviðsstjórar og kjörnir fulltrúar fái kennslu í kynjaðri fjárhagsáætlunargerð.

 

Jafnréttisfulltrúi.

Í janúar hvert ár.

Starfsfólk og stjórnendur fái fræðslu/ráðgjöf um jafnréttismál

37. Allir sviðsstjórar og kjörnir fulltrúar fái árlega fræðslu um jafnréttismál.

 

Jafnréttisfulltrúi.

Að hausti hvert ár.

4.2 Félagsþjónusta

8.gr. Bann við mismunun í tengslum við félagslega vernd (85/2018)

„Hvers kyns mismunun í tengslum við heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu er óheimil. Hið sama gildir um mismunun í tengslum við aðgang að almannatryggingakerfinu og öðrum félagslegum kerfum, svo sem atvinnuleysistryggingakerfinu og fæðingarorlofskerfinu..“

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Að tryggja aðgang íbúa að félagslegri þjónustu sbr. lög um félagsþjónustu án mismununar.

38. Þegar tekið er við umsóknum um félagslega aðstoð skulu liggja fyrir upplýsingar um þá sem óskar eftir aðstoð og málefnalegur rökstuðningur fyrir höfnun eða samþykki hennar.

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991

Félagsmálastjóri og forstöðufólk félagsþjónustu.

Viðvarandi

4.3 Skólar, íþrótta og tómstundastarf

10.gr. Bann við mismunun í skólum og á uppeldisstofnunum (85/2018)

„Í skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum er hvers kyns mismunun vegna kynþáttar eða þjóðernisuppruna óheimil. Skylt er að gæta þessa í námi, kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að ekki sé mismunað á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna og þau séu einstaklingum af tilteknum kynþætti eða þjóðernisuppruna ekki til minnkunar eða lítilsvirðingar.“

15.gr. Menntun og skólastarf (150/2020)

„Samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla og uppeldisstarfi, þar á meðal á frístundaheimilum og í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta jafnréttis- og kynjafræðslu við hæfi þar sem meðal annars er kennt um kynjaðar staðalímyndir, kynbundið náms- og starfsval og málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Öll kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu nemendur hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf, óháð kyni.“

Skólar

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólum.

39. Skólar sveitarfélagsins setji sér aðgerðabundnar áætlanir þar sem fram kemur hvernig skólarnir uppfylla: 10. gr. laga nr. 85/2018 og 15. gr. laga gr. 150/2020 gagnvart nemendum sínum.

 

Fræðslustjóri og skólastjórnendur.

Október hvert ár

Allar fjölskyldur/fjölskyldugerðir standi jafnfætis

40. Kynhlutleysis er gætt í textum frá stofnunum.

 

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

Alltaf

41. Á umsóknum og skráningarblöðum er þess gætt að einni fjölskyldugerð sé ekki hampað fram yfir aðra.

 

Alltaf

Náms- og kennslugögn mismuni ekki á grundvelli þjóðernis eða uppruna.

42. Val á náms- og kennslugögnum sé rýnt með tilliti til þess að þjóðerni eða uppruna sé ekki mismunað eða það lítilsvirt.

 

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

Viðvarandi

Í náms- og starfsfræðslu og ráðgjöf í skólum fái nemendur fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf, óháð kyni.

43. Tryggt sé að allir nemendur fái fræðslu, hvatningu og ráðgjöf er varðar nám og störf óháð kyni.

 

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

 

Viðvarandi

Allir nemendur og starfsfólk fái jafnréttis- og kynjafræðslu.

44. Tryggt sé að allir nemendur og allt starfsfólk fái viðeigandi fræðslu og námskeið.

 

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

Árlega

Að efla fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum

45. Innleiða kennslu í kynjafræði á öllum skólastigum

 

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

Á þessu kjörtímabili

 

Tómstundastarf

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð hjá félögunum.

46. Í samningum við félög er tilgreint að fjármagni skuli jafnt skipt á milli allra kynja.

 

Sviðstjórar og stjórnendur.

Við samningagerð ár hvert.

47. Félög með samning við sveitarfélagið skila kyngreindum upplýsingum um iðkendur og stjórnarfólk.

 

Sviðstjórar og stjórnendur.

Við samningagerð ár hvert

Einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns eða annarra persónubundinna þátta.

48. Í samningum við félög er tekið fram að ekki sé leyfilegt að mismuna einstaklingum.

 

Sviðstjórar og stjórnendur.

Við samningagerð ár hvert

 

Frístund

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns eða annarra persónubundinna þátta.

49. Allt starf miði að því að jafnt framboð af hvers kyns þjónustu sé fyrir öll kyn.

 

Fræðslustjóri og skólastjórnendur.

Viðvarandi.

 

Félagsmiðstöðvar

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns eða annarra persónubundinna þátta.

50. Allt starf miði að því að jafnt framboð af hvers kyns þjónustu sé fyrir öll kyn.

 

Íþrótta- og æskulýðsstjóri og stjórnendur félagsmiðstöðva

Viðvarandi.

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð.

51. Félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins setji sér aðgerðabundnar áætlanir þar sem fram kemur hvernig skólarnir uppfylla: 10. gr. laga nr. 85/2018 og 15. gr. laga gr. 150/2020 gagnvart nemendum sínum.

 

Íþrótta- og æskulýðsstjóri og stjórnendur félagsmiðstöðva

Október ár hvert.

 

Íþróttafélög

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Fjárveitingar sveitarfélagsins til íþróttafélaga fara jafnt til íþróttaiðkunar allra kynja.

52. Í samningum við félög er tilgreint að fjármagni skuli jafnt skipt á milli allra kynja.

 

Íþrótta- og æskulýðs- stjóri

Árlega við samningagerð.

53. Sett sé inn í samning að íþróttafélög skili kyngreindum upplýsingum um iðkendur og stjórnarfólk.

 

 

 

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð hjá félögunum.

54. Sett sé inn í samninga að sveitarfélagið mælist til þess að þau félög sem þiggja styrki frá sveitarfélaginu setji sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir þar sem fram kemur hvernig þau uppfylla 10. gr. laga nr. 85/2018 og 15. gr. laga gr. 150/2020 gagnvart félagsfólki.

10. gr. laga nr. 85/2018. og 15. gr. laga gr. 150/2020

Íþrótta- og æskulýðsstjóri

Árlega við samningagerð.

55. Sett sé inn í samninga að þjálfarar og stjórnarfólk sitji námskeið/fræðslu um jafnréttismál.

 

Íþrótta- og æskulýðsstjóri

Árlega.

4.4 Ofbeldi og áreitni

14.gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundið áreiti og kynferðisleg áreitni (150/2020)

„Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, ætlaðrar kynbundinnar áreitni eða ætlaðrar kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.“

Skólar

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Skólastjórnendur skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í skólunum og í félagsstarfi á vegum þeirra.

56. Nemendur og starfsfólk skólanna fái fræðslu um kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni.

Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

Lokið í maí ár hvert.

57. Skólarnir hafi / setji sér forvarnar- og viðbragðsáætlun.

Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

Lok september hvert ár.

58. Áætlanir og reglur kynntar fyrir nemendum, starfsfólki og foreldrum.

Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

Lok september hvert ár.

59. Skólar setji skýrar reglur varðandi hvers konar ofbeldi, áreitni og hatursorðræðu.

Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Fræðslustjóri og skólastjórnendur

Tilbúið í október ár hvert.


Íþróttir og tómstundastarf

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Sérstakar ráðstafanir skulu gerðar til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni í íþrótta- og tómstundastarfi

60. Þjálfarar og stjórnarfólk fái fræðslu um kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni.

 

Íþrótta- og æskulýðsstjóri

Árlega.

 

Frístund

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Sérstakar ráðstafanir skulu gerðar til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni í íþrótta- og tómstundastarfi

61. Starfsfólk fái fræðslu um kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni.

 

Fræðslustjóri og forstöðufólk frístunda.

Árlega.

 

Félagsmiðstöðvar

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Sérstakar ráðstafanir skulu gerðar til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni í íþrótta- og tómstundastarfi

62. Notendur og starfsfólk fái fræðslu um kynbundið ofbeldi og kynbundna og kynferðislega áreitni.

 

Íþrótta- og æskulýðsstjóri og stjórnendur félagsmiðstöðva

Árlega.

63. Hafi / setji sér forvarna- og viðbragðsáætlun.

Yfirfarin fyrir október ár hvert.

64. Kynni áætlanir og stefnur fyrir notendum, starfsfólki og foreldrum.

Árlega að hausti.

65. Setji skýrar reglur varðandi hvers kyns ofbeldi, hatursorðræðu og öðru er ógnar öryggi.

Árlega að hausti.

5 Eftirfylgni og endurskoðun

Jafnréttisáætlun Múlaþings skal rædd árlega í byggðaráði og endurskoðuð eftir þörfum. Farið er yfir stöðu verkefna og skoðað hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara. Þetta er gert til að markvisst sé unnið að jafnrétti innan sveitarfélagsins svo að raunverulegur árangur náist.

Markmið

Aðgerðir

Vísun

Ábyrgð

Tímarammi

Að jafnréttisáætlunin skili tilætluðum árangri.

66. Jafnréttisáætlunin rædd a.m.k. árlega í byggðaráði.

 

Jafnréttisteymi.

Viðvarandi

67. Sviðsstjórar skulu sjá til þess að markmiðum áætlunar sé hluti af störfum stjórnenda og stofnana.

Að jafnréttisáætlunin sé í sífelldri þróun eins og önnur stefnumótun.

68. Fara yfir verkefni áætlunarinnar með stjórnendum / sviðstjórum og skoða hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara. Ef það er tilefni til breytinga þá þarf að senda það til byggðaráðs.

 

Jafnréttisteymi.

Árlega

Að fylgja eftir aðgerðum og markmiðum jafnréttisáætlunar

69. Jafnréttisteymi fundar reglulega og fylgist með framvindu markmiða og aðgerða jafnréttisáætlunar og bregst við eftir þörfum.

 

Jafnréttisteymi

Viðvarandi

Að endurskoða og uppfæra jafnréttisáætlunina.

70. Vinna tillögu að nýrri jafnréttisáætlun á grundvelli reynslu, verkefna og niðurstaðna kannanna.

 

Jafnréttisteymi.

Eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnar- kosningar

 

Samþykkt í byggðarráði Múlaþings 29. ágúst 2023

 


Viðauki 1

Hlutverk jafnréttisteymis Múlaþings

Jafnréttisteymi Múlaþings vinnur fyrir og í umboði byggðaráðs sem tekur jafnréttismál til umfjöllunar sbr. 32. grein samþykkta um stjórn Múlaþings. Jafnréttisteymið er skipað til tveggja ára í senn.

Hlutverk teymisins er:

  • Fylgja eftir Jafnréttisáætlun Múlaþings.
  • Hafa umsjón með endurskoðun jafnréttisáætlunar.
  • Hafa eftirlit með að farið sé að lögum og reglum í jafnréttismálum og að jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir meðal annars með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála hjá Múlaþingi.
  • Hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnréttismál og fylgjast með breytingum á þeim. Jafnframt skal teymið fylgjast með umræðu um jafnréttismál eftir því sem við verður komið.
  • Halda uppi umræðu og standa fyrir fræðslu um jafnréttismál og koma m.a. á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti.
  • Að hafa samráð við jafnréttishópa stofnana sveitarfélagsins.

Ekki er gert ráð fyrir að teymið sinni einstaka málum, heldur hefur það umsjón með málaflokknum og komi erindum sem berast í réttan farveg.

Teymið vinnur þvert á öll svið sveitarfélagsins og því ráðlagt að þar sitji fulltrúar frá hverju sviði. Einnig þarf þar að vera fulltrúi úr Jafnlaunateymi Múlaþings sem hefur stóru hlutverki að gegna í jafnréttismálum.

Hverjir eru í teyminu?

  • Jafnréttisfulltrúi (í dag er það sveitarstjóri).
  • Verkefnastjóri mannauðs (sem jafnframt er fulltrúi úr jafnlaunateymi Múlaþings). (1)
  • Fulltrúi sviðsstjóra er verkefnastjóri teymisins. (1)
  • Fulltrúi starfsfólks af hverju sviði (stjórnsýslu- og fjármálasviði, fjölskyldusviði og umhverfis- og framkvæmdasviði). (3)

Jafnréttisteymi skal jafnframt sjá til þess að jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun sé aðgengileg starfsfólki og íbúum á heimasíðu Múlaþings og innra vefsvæði starfsfólks, Múlanum.

Teymið skal sækja sér utanaðkomandi þekkingu hvert ár og standa fyrir könnunum um stöðu jafnréttis innan Múlaþings meðal starfsfólks og íbúa, eftir því sem við á, og í samstarfi við byggðaráð. Slíkar kannanir skulu framkvæmdar a.m.k. á fimm ára fresti.

Samþykkt í byggðarráði Múlaþings 29. ágúst 2023

Síðast uppfært 14. september 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?