Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

108. fundur 27. febrúar 2024 kl. 08:30 - 12:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir hér með á að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000 með lokagjalddaga þann 20. mars 2039 í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum og byggðaráð hefur kynnt sér og er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir að til tryggingar á láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnun á afborgunum ársins hjá Lánasjóðnum og fellur ekki að kröfum reglugerðar 2021/2139 um umhverfisvænar fjárfestingar sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Bókasöfn í Múlaþingi

Málsnúmer 202402134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá atvinnu- og menningarmálastjóra og forstöðukonum Bókasafna Héraðsbúa, Seyðisfjarðar og Djúpavogs varðandi skóla- og almenningsbókasöfn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina fyrirliggjandi ábendingum varðandi Bókasafn Seyðisfjarðar til bygginganefndar nýs skólahúss á Seyðisfirði með ósk um umsögn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaðar og Fella 2024

Málsnúmer 202402164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund HEF sem haldinn verður á Hótel Héraði föstudaginn 8. mars 2024 kl. 16:30.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fulltrúar í sveitarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum og skiptist það jafnt á þá sem mæta til fundar. Sé fulltrúi í sveitarstjórn forfallaður er viðkomandi heimilt að kalla til varafulltrúa í sinn stað, sem fer þá með atkvæði viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2024

Málsnúmer 202402148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 20.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 20.02.2024. Einnig liggur fyrir dagskrá málþingsins Er íslensk orka til heimabrúks?, sem haldið verður 15. mars 2024 á vegum Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

Lagt fram til kynningar.

6.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 19.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 20.02.2024.

Þröstur Jónsson vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu varðandi lið í fundargerð HEf veitna.

Formaður bar upp mögulegt vanhæfi til atkvæðagreiðslu. Fjórir greiddu atkvæði gegn vanhæfi, einn sat hjá (HÞ).

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 09.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2024

Málsnúmer 202402167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 22.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

10.Erindi, Sérstök ívilnun vegna námsgreina á sérstökum svæðum.

Málsnúmer 202402149Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jóhanni Hjalta Þorsteinssyni þar sem vakin er athygli á 28.gr. laga 60/2020 um Menntasjóð námsmanna er snýst um sérstaka ívilnun vegna námsgreina á sérstökum svæðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar fyrirliggjandi erindi til stjórnar SSA til umjöllunar og meðferðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

11.Bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið komu fulltrúar Isavia þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, Ásgeir Rúnar Harðarson og Matthías Imsland og fóru yfir áform varðandi innheimtu bílastæðagjalda við flugvöllinn á Egilsstöðum. Einnig sátu fundinn undir þessum lið sveitarstjórnarfulltrúarnir Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar fulltrúum Isavia fyrir komu á fundinn og samþykkir að fela sveitarstjóra að koma á fundi byggðaráðs með innviðaráðherra varðandi fyrirhugaða innheimtu bílastæðagjalda við Egilsstaðaflugvöll.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?