Fara í efni

Bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202401065

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 44. fundur - 17.01.2024

Fyrir liggur til umfjöllunar að Isavia innanlandsflugvellir áforma að byrja að innheimta bílastæðagjöld á Egilsstöðum og Akureyri um næstu mánaðarmót en ekki í Reykjavík.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Þrastar Jónssonar og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir ánægju með frestun á áformum Isavia um innheimtu á bílastæðagjöldum á Egilsstöðum.
Áformin fela í sér verulega auknar álögur fyrir íbúa á landsbyggðinni auk þess sem gjaldtakan eykur kostnað við almennt samgöngukerfi landsins. Sveitarstjórn Múlaþings felur sveitarstjóra að boða fulltrúa Isavia til fundar með fulltrúum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 108. fundur - 27.02.2024

Inn á fundinn undir þessum lið komu fulltrúar Isavia þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, Ásgeir Rúnar Harðarson og Matthías Imsland og fóru yfir áform varðandi innheimtu bílastæðagjalda við flugvöllinn á Egilsstöðum. Einnig sátu fundinn undir þessum lið sveitarstjórnarfulltrúarnir Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar fulltrúum Isavia fyrir komu á fundinn og samþykkir að fela sveitarstjóra að koma á fundi byggðaráðs með innviðaráðherra varðandi fyrirhugaða innheimtu bílastæðagjalda við Egilsstaðaflugvöll.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?