Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

25. fundur 31. ágúst 2021 kl. 14:30 - 18:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Örn Bergmann Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Íþróttafélagið Höttur - verkefni og þróun

Málsnúmer 202106104Vakta málsnúmer

Óttar Steinn Magnússon kom fyrir fundinn undir þessum lið og ræðir áfram þróunarverkefni og aðkomu Múlaþings árið 2022.

Fjölskylduráð leggur áherslu á að unnið verði að þróunarverkefni með Íþróttafélaginu Hetti og felur starfsmanni að kostnaðargreina og leggja fram framkvæmdaáætlun í samstarfi við félagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219Vakta málsnúmer

Vigdís Diljá Óskarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála, og Hanna Borg Jónsdóttir, starfskraftur Unicef á Íslandi, sátu fundinn undir þessum lið.

Fjölskylduráð þakkar kærlega fyrir greinargóða kynningu á Barnvænum sveitarfélögum, verkefni Unicef á Íslandi.

Ráðið leggur til að sveitarfélagið hefji innleiðingarferli verkefnisins og vísar erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2022

Málsnúmer 202108085Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Gjaldskrár íþrótta- og æskulýðssviðs

Málsnúmer 202108107Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.Erindi - móttaka flóttafólks í Múlaþingi

Málsnúmer 202108108Vakta málsnúmer

Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fjölskylduráð leggur til að beint verði til sveitarstjórnar að myndaður verði starfshópur, með skilgreint hlutverk í erindisbréfi, sem fari með undirbúning mála vegna möguleika á móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Jafnframt verði óskað eftir því að Félagsmálaráðuneyti haldi kynningu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk Múlaþings um móttöku flóttafólks.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?