Fara í efni

Erindi - móttaka flóttafólks í Múlaþingi

Málsnúmer 202108108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 30. fundur - 31.08.2021

Fyrir lá erindi frá Hildi Þórisdóttur varðandi móttöku flóttafólks í Múlaþingi

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísar málinu til fjölskylduráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.


Fjölskylduráð Múlaþings - 25. fundur - 31.08.2021

Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fjölskylduráð leggur til að beint verði til sveitarstjórnar að myndaður verði starfshópur, með skilgreint hlutverk í erindisbréfi, sem fari með undirbúning mála vegna möguleika á móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Jafnframt verði óskað eftir því að Félagsmálaráðuneyti haldi kynningu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk Múlaþings um móttöku flóttafólks.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun fjölskylduráðs, dags. 31.08.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að myndaður verði starfshópur sem fari með undirbúning mála vegna möguleika á móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Jafnframt verði óskað eftir kynningu frá Félagsmálaráðuneyti varðandi málaflokkinn.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson,Hildur Þórisdóttir,Helgi Hlynur Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,Stefán Bogi Sveinsson,Helgi Hlynur,Ásdís Hafrún Benediktsdóttir,Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn,Gauti Jóhannesson svaraði fyrirspurn,Hildur Þórisdóttir,Helgi Hlynur sem svaraði fyrirspurn og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela fjölskylduráði Múlaþings að skipa starfshóp, með skilgreint hlutverk í erindisbréfi, sem fari með undirbúning mála vegna möguleika á móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela félagsmálastjóra Múlaþings að óska eftir því að Félagsmálaráðuneyti haldi kynningu um móttöku flóttafólks fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk Múlaþings.

Samþykkt með handauppréttingu en einn sat hjá(ÞJ) og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 38. fundur - 22.02.2022

Fyrir fjölskylduráði liggur tillaga að erindisbréfi starfshóps um móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Fyrirliggjandi erindisbréf er samþykkt með þeirri breytingu að hópinn skipa fjórir fulltrúar, þrír úr fjölskylduráði og einn starfsmaður félagsþjónustu. Skipaðir fulltrúar fjölskylduráðs í starfshópinn eru Elvar Snær Kristjánsson, formaður, Ragnhildur Billa Árnadóttir og Þórlaug Alda Gunnarsdóttir.
Getum við bætt efni þessarar síðu?