Fara í efni

Íþróttafélagið Höttur - verkefni og þróun

Málsnúmer 202106104

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 22. fundur - 22.06.2021

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon, stjórnarmaður í Íþróttafélaginu Hetti, og kynnti hugmyndir að þróunarverkefni félagsins.

Fjölskylduráð þakkar Óttari kærlega fyrir kynninguna.

Ráðið felur starfsmanni að vinna málið áfram í samvinnu við stjórn Íþróttafélagsins Hattar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 25. fundur - 31.08.2021

Óttar Steinn Magnússon kom fyrir fundinn undir þessum lið og ræðir áfram þróunarverkefni og aðkomu Múlaþings árið 2022.

Fjölskylduráð leggur áherslu á að unnið verði að þróunarverkefni með Íþróttafélaginu Hetti og felur starfsmanni að kostnaðargreina og leggja fram framkvæmdaáætlun í samstarfi við félagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 27. fundur - 21.09.2021

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon fyrir hönd Hattar til að ræða þróunarverkefni félagsins.

Fjölskylduráð telur mikilvægt að sveitarfélagið vinni af heilum hug að verkefninu í samvinnu við íþróttafélagið.
Ráðið felur starfsmanni að halda áfram að vinna málið með stjórn Íþróttafélagsins Hattar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 40. fundur - 22.03.2022

Máli frestað til næsta fundar ráðsins.

Fjölskylduráð Múlaþings - 42. fundur - 05.04.2022

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon fyrir hönd framkvæmdastjórnar íþróttafélagsins Hattar. Hann kynnti framvindu verkefnisins Allir með! og svaraði spurningum fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð Múlaþings - 46. fundur - 21.06.2022

Guðmundur Bj. Hafþórsson vakti athygli á því að hann taldi mikilvægt að fundurinn tæki afstöðu til hæfis hans við umfjöllun um þennan lið en þar sem aðeins er um að ræða kynningu, enda ekki um að ræða sérhagsmunamál, mátu fundarmenn ekki tilefni til að um væri að ræða vanhæfi.

Undir þessum lið mættu Óttar Steinn Magnússon og Einar Árni Jóhannsson fyrir hönd Íþróttafélagsins Hattar. Þeir kynntu framvindu þróunarverkefnisins Allir með! og fyrstu niðurstöður þeirra spurninga Hattarpúlsins, sem tekinn var fyrr í sumar, er varða verkefnið.

Fjölskylduráð þakkar Óttari og Einari fyrir góða kynningu og lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með verkefnið.

Áheyrnarfulltrúi M-lista harmar takmarkaða aðkomu foreldra og iðkenda í tengslum við verkefnið.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 58. fundur - 06.12.2022

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon fyrir hönd aðalstjórnar Hattar og kynnti framgang verkefnisins Allir með!

Fjölskylduráð þakkar Óttari fyrir.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 63. fundur - 21.02.2023

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon fyrir hönd Íþróttafélagsins Hattar og gerði grein fyrir framgöngu verkefnisins Allir með.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 78. fundur - 22.08.2023

Á fundinn mætti Lísa Leifsdóttir, formaður Íþróttafélagsins Hattar, og kynnti framgang þróunarverkefnis Hattar, Allir með!

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?