Fara í efni

Íþróttafélagið Höttur - verkefni og þróun

Málsnúmer 202106104

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 22. fundur - 22.06.2021

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon, stjórnarmaður í Íþróttafélaginu Hetti, og kynnti hugmyndir að þróunarverkefni félagsins.

Fjölskylduráð þakkar Óttari kærlega fyrir kynninguna.

Ráðið felur starfsmanni að vinna málið áfram í samvinnu við stjórn Íþróttafélagsins Hattar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 25. fundur - 31.08.2021

Óttar Steinn Magnússon kom fyrir fundinn undir þessum lið og ræðir áfram þróunarverkefni og aðkomu Múlaþings árið 2022.

Fjölskylduráð leggur áherslu á að unnið verði að þróunarverkefni með Íþróttafélaginu Hetti og felur starfsmanni að kostnaðargreina og leggja fram framkvæmdaáætlun í samstarfi við félagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 27. fundur - 21.09.2021

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon fyrir hönd Hattar til að ræða þróunarverkefni félagsins.

Fjölskylduráð telur mikilvægt að sveitarfélagið vinni af heilum hug að verkefninu í samvinnu við íþróttafélagið.
Ráðið felur starfsmanni að halda áfram að vinna málið með stjórn Íþróttafélagsins Hattar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 40. fundur - 22.03.2022

Máli frestað til næsta fundar ráðsins.

Fjölskylduráð Múlaþings - 42. fundur - 05.04.2022

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon fyrir hönd framkvæmdastjórnar íþróttafélagsins Hattar. Hann kynnti framvindu verkefnisins Allir með! og svaraði spurningum fjölskylduráðs.
Getum við bætt efni þessarar síðu?