Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

26. fundur 14. september 2021 kl. 13:00 - 14:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Örn Bergmann Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Samstarfssamningur við Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 202010611Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu Viðar Örn Hafsteinsson og Ásthildur Jónasdóttir fyrir hönd Körfuknattleiksdeild Hattar.

Fjölskylduráð þakkar þeim kærlega fyrir góða kynningu á starfi deildarinnar og áherslum samstarfssamnings.

Ráðið leggur til að samstarfssamningur við Körfuknattleiksdeild Hattar verði framlengdur fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fæðingargjafir á Seyðisfirði

Málsnúmer 202108113Vakta málsnúmer

Erindi barst frá íbúa á Seyðisfirði varðandi þá hefð sem var viðhöfð á Seyðisfirði að færa fjölskyldum nýfæddra barna hamingjuóskir, blóm og fæðingargjöf til barnsins. Mynd af heimsókninni var svo birt á heimasíðu kaupstaðarins. Í erindinu er lagt til að útfærsla að einhverju slíku verði tekin upp í Múlaþingi og þar með að sveitarfélagið fagni nýjum íbúum sérstaklega.

Fjölskylduráð þakkar erindið og leggur áherslu að mikilvægt er að einstaklingar og fjölskyldur upplifi sig velkomin í sveitarfélagið og að fjölgun sé fagnað hvort sem um ræðir barnsfæðingar eða flutningur fólks til sveitarfélagsins.

Ráðið leggur til að fundin verði raunhæf útfærsla þessari hefð í byggðarkjörnum Múlaþings og vísar málinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2022

Málsnúmer 202103235Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?