Fara í efni

Fæðingargjafir á Seyðisfirði

Málsnúmer 202108113

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 26. fundur - 14.09.2021

Erindi barst frá íbúa á Seyðisfirði varðandi þá hefð sem var viðhöfð á Seyðisfirði að færa fjölskyldum nýfæddra barna hamingjuóskir, blóm og fæðingargjöf til barnsins. Mynd af heimsókninni var svo birt á heimasíðu kaupstaðarins. Í erindinu er lagt til að útfærsla að einhverju slíku verði tekin upp í Múlaþingi og þar með að sveitarfélagið fagni nýjum íbúum sérstaklega.

Fjölskylduráð þakkar erindið og leggur áherslu að mikilvægt er að einstaklingar og fjölskyldur upplifi sig velkomin í sveitarfélagið og að fjölgun sé fagnað hvort sem um ræðir barnsfæðingar eða flutningur fólks til sveitarfélagsins.

Ráðið leggur til að fundin verði raunhæf útfærsla þessari hefð í byggðarkjörnum Múlaþings og vísar málinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá bókun fjölskylduráðs, dags. 14.09.2021, þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að einstaklingar og fjölskyldur upplifi sig velkomin í sveitarfélagið og að fjölgun sé fagnað, hvort um sé að ræða barnsfæðingar eða flutning fólks til sveitarfélagsins. Fjölskylduráð leggur jafnframt til að fundin verði raunhæf útfærsla á þessari hefð eftir byggðakjörnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir mikilvægi þess að einstaklingar og fjölskyldur upplifi sig velkomin í sveitarfélagið og að fjölgun sé fagnað. Sveitarstjóra falið að láta vinna tillögur að raunhæfum útfærslum í samráði við heimastjórnir. Málið verði tekið fyrir að nýju er tillögur liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?