Fara í efni

Samstarfssamningur við Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 202010611

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 3. fundur - 03.11.2020

Fyrir lágu drög að samstarfssamningi við Körfuknattleiksdeild Hattar og gerði sveitarstjóri grein fyrir samskiptum við fulltrúa Hattar vegna þessa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra, í samráði við Körfuknattleiksdeildina, að láta vinna nánari útfærslu á samstarfssamningum í samræmi við umræðu á fundinum. Stefnt skal að því að samningur liggi fyrir til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að samstarfssamningi við Körfuknattleiksdeild Hattar og vísar málinu áfram til frekari vinnslu hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fyrir lágu endurskoðuð drög að samstarfssamningi við Körfuknattleiksdeild Hattar auk afgreiðslu fjölskylduráðs Múlaþings sem samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að staðfesta samstarfssamninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 26. fundur - 14.09.2021

Undir þessum lið mættu Viðar Örn Hafsteinsson og Ásthildur Jónasdóttir fyrir hönd Körfuknattleiksdeild Hattar.

Fjölskylduráð þakkar þeim kærlega fyrir góða kynningu á starfi deildarinnar og áherslum samstarfssamnings.

Ráðið leggur til að samstarfssamningur við Körfuknattleiksdeild Hattar verði framlengdur fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?