Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

40. fundur 22. mars 2022 kl. 12:30 - 13:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Umsókn um skólavist utan sveitarfélags

Málsnúmer 202202029Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir umsókn um leikskólavist utan heimasveitarfélags. Umsækjendur hafa lagt fram ítarlegri upplýsingar um tilefni og umfang umsóknarinnar. Í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir samþykkir fjölskylduráð greiðsluþátttöku vegna leikskóladvalar á Akureyri skv. umsókn í samræmi við viðmiðunargjaldskrá Sambands ísl. sveitarfélag vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags. Afgreiðslan nær til loka skólaársins 2021-2022. Komi til áframhaldandi leikskóladvalar síðar þarf að leggja fram umsókn á ný.

2.Allir með! - þróunarverkefni Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202106104Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar ráðsins.

3.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202203102Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings tekur undir bókun Sveitarstjórnar Múlaþings frá 9. mars 2022 sem er eftirfarandi:
Sveitarstjórn Múlaþings fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þær aðgerðir er alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn yfirvöldum í Rússlandi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að koma að aðstoð við fólk á flótta og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.

4.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.

Málsnúmer 202203105Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, mál 415. sem lagt er fram til kynningar í ráðinu.

5.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.

Málsnúmer 202203005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar beiðni um umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðingu á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.

6.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.

Málsnúmer 202203045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Tilnefning í starfshóp um innleiðingu barnaverndarlaga - fulltrúi sambandsins

Málsnúmer 202203155Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Samstarfssamningur Aflsins við Múlaþing og Fjarðarbyggð

Málsnúmer 202202140Vakta málsnúmer

Lagður er fram samstarfssamningur Aflsins, samtaka gegn ofbeldi annars vegar og hins vegar sveitarfélaganna Múlaþings og Fjarðabyggðar. Fjölskylduráð samþykkir framlagðan samning samhljóða.

9.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?