Fara í efni

Skíðasvæðið í Stafdal - rekstur

Málsnúmer 202109105

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 27. fundur - 21.09.2021

Undir þessum lið mætti Agnes Brá Birgisdóttir fyrir hönd Skíðafélagsins í Stafdal og kynnti starfsemi félagsins og hugmyndir um rekstur skíðasvæðisins.

Málið er í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 44. fundur - 03.05.2022

Fjölskylduráð samþykkir að kanna möguleikann á því að farið verði í útboð vegna reksturs skíðasvæðisins í Stafdal, en fyrir liggur að Skíðafélagið í Stafdal hyggst ekki reka svæðið áfram næsta vetur.

Er starfsmanni ráðsins falið að taka saman þau gögn sem þarf til að hægt sé að taka frekari afstöðu til rekstrarmöguleika svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 47. fundur - 16.08.2022

Á 44. fundi fjölskylduráðs Múlaþings var eftirfarandi bókað:

"Fjölskylduráð samþykkir að kanna möguleikann á því að farið verði í útboð vegna reksturs skíðasvæðisins í Stafdal, en fyrir liggur að Skíðafélagið í Stafdal hyggst ekki reka svæðið áfram næsta vetur. Er starfsmanni ráðsins falið að taka saman þau gögn sem þarf til að hægt sé að taka frekari afstöðu til rekstrarmöguleika svæðisins."

Eftir yfirferð á rekstri annarra skíðasvæða af svipaðri stærð er ljóst að ekki er fýsilegt að fara í útboð á rekstri Skíðasvæðisins í Stafdal.

Er íþrótta- og æskulýðsstjóra falið að ræða við Skíðafélagið í Stafdal um það hvernig best er staðið að rekstri svæðisins í vetur og hvernig samstarfi félagsins og Múlaþings getur verið háttað og leggja fram upplýsingar á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 48. fundur - 23.08.2022

Fyrir liggur minnisblað frá fundi íþrótta- og æskulýðsstjóra og fulltrúum Skíðafélagsins í Stafdal sem haldinn var föstudaginn 19. ágúst 2022. Var á fundinum farið yfir áframhaldandi samstarf Skíðafélagsins og sveitarfélagsins á komandi vetri og yfirfærslu upplýsinga og gagna er varða svæðið.

Einnig liggja fyrir drög að auglýsingum um störf forstöðuaðila og annars starfsfólks á Skíðasvæðið í Stafdal.
Er íþrótta- og æskulýðsstjóra falið að auglýsa störf á Skíðasvæðinu og vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?