Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

57. fundur 29. nóvember 2022 kl. 12:30 - 13:45 í Fjarðarborg, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Hestamannafélagið Freyfaxi, samningar og gjaldskrá 2023

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Gjaldskrár í líkamsræktarstöðvar Múlaþings

Málsnúmer 202211178Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Svövu Lárusdóttur, sem barst í tölvupósti 22. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir því að gjaldskrá íþróttamannvirkja Múlaþings verði endurskoðuð fyrir 18 ára og yngri.

Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en telur ekki fært að verða við því að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Guðrún Helga Elvarsdóttir fyrir hönd félagsþjónustu Múlaþings og fylgdi eftir gjaldskrám fyrir stuðningsþjónustu og akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Múlaþingi.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár en leggur til heildstæða endurskoðun á gjaldskrám í íþróttamannvirkjum sem tæki gildi frá 1. september 2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.Fundi slitið - kl. 13:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?