Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

81. fundur 26. september 2023 kl. 12:30 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Innsent erindi frá Austur líkamsrækt

Málsnúmer 202309146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Gabríel Arnarsyni, fyrir hönd Austur líkamsræktar, sem barst í tölvupósti 14. september 2023 varðandi samtal um rekstur líkamsræktarstöðva á Egilsstöðum.

Undir þessum lið mættu Gabríel Arnarson, fyrir hönd Austur, og Guðmundur Birkir Jóhannsson, forstöðuaðili íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Fjölskylduráð þakkar Gabríel og Guðmundi kærlega fyrir komuna og fyrir góðar umræður.

Starfsmanni falið að afla þeirra upplýsinga sem þarf til að hægt sé að halda áfram með málið.

Að öðru leyti er málið í vinnslu.

2.Skíðasvæðið í Stafdal

Málsnúmer 202301163Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað starfshóps um Stafdal, dagsett 20. september 2023, sem unnið var skv. erindisbréfi hópsins ásamt fylgigögnum.

Þakkar fjölskylduráð starfshópnum kærlega fyrir góða vinnu og vísar niðurstöðu hans til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2024

Málsnúmer 202305011Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?