Fara í efni

Skíðasvæðið í Stafdal

Málsnúmer 202301163

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 69. fundur - 25.04.2023

Ahsley Milne, forstöðumaður Skíðasvæðisins í Stafdal, kynnti starfsemi svæðisins veturinn 2022-2023.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 75. fundur - 20.06.2023

Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir að skipa starfshóp með það að markmiði að móta tillögu að framtíðarfyrirkomulagi reksturs skíðasvæðisins í Stafdal auk kostnaðargreiningar á því viðhaldi og þeim framkvæmdum sem þörf er á. Starfshópurinn skal skipaður þannig að þar sitji íþrótta- og æskulýðsstjóri, fulltrúi Skíðafélagsins í Stafdal, fulltrúi tilnefndur af framkvæmdasviði, auk tveggja kjörinna fulltrúa, einum frá meirihluta og einum frá minnihluta. Horft er til þess að starfshópurinn skili niðurstöðum til fjölskylduráðs í síðasta lagi 30. september 2023. Ekki verða greidd laun fyrir setu í starfshópnum.

Íþrótta- og æskulýðsstjóri kallar hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 77. fundur - 08.08.2023

Fyrir liggja til afgreiðslu drög að erindisbréfi fyrir starfshóp með það markmið að móta tillögu að framtíðarfyrirkomulagi reksturs skíðasvæðisins í Stafdal.

Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt samþykkir ráðið að Guðný Lára Guðrúnardóttir taki sæti í starfshópnum sem fulltrúi meirihluta og Eyþór Stefánsson taki sæti minnihluta. Íþrótta- og æskulýðsstjóra falið að virkja starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 81. fundur - 26.09.2023

Fyrir liggur minnisblað starfshóps um Stafdal, dagsett 20. september 2023, sem unnið var skv. erindisbréfi hópsins ásamt fylgigögnum.

Þakkar fjölskylduráð starfshópnum kærlega fyrir góða vinnu og vísar niðurstöðu hans til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?