Fara í efni

Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2024

Málsnúmer 202305011

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 73. fundur - 30.05.2023

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi ramma fjárhagsáætlunar íþrótta- og æskulýðsmála fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 84. fundur - 17.10.2023

Björg Eyþórsdóttir, Guðný Lára Guðrúnardóttir og Jóhann Hjalti Þorsteinsson vöktu athygli á mögulegu vanhæfi sínu við upphaf þessa liðar.
Formaður lagði vanhæfistillögurnar fram hverja fyrir sig og voru þær allar felldar.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála fyrir árið 2024 en lagt er til að starfsmaður skíðasvæðis heyri að hluta til undir starfsemi þjónustumiðstöðva.
Starfsfólki jafnframt falið að taka saman upplýsingar um gjaldskrár fyrir árið 2024 til að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?