Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

31. fundur 05. janúar 2023 kl. 13:00 - 15:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar var lögð fram tillaga um að bæta við fjórða dagskrárlið fundarins Byggðakvóti - Múlaþing og var það samþykkt samhljóða.

1.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 7. desember 2022, frá Umhverfisstofnun það sem upplýst er að vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð er hafin. Fram kemur að haft verði samband við samráðsaðila eftir því sem tilefni er til. Einnig kemur fram að áætlunin mun verða stefnumótandi skjal þar sem sett verða fram markmið til að viðhalda verndargildi svæðisins. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar hefur verið sett upp svæði þar sem finna má upplýsingar um vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar, þ.m.t. verk-og tímaáætlun og samráðsáætlun, sjá hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Lagt fram til kynningar.

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Múlaþings og vísar henni til kynningar hjá heimastjórnum og staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Heimastjórn Borgarfjarðar álítur að ef Húsnæðisáætlun Múlaþings á að nýtast byggðakjörnum sveitarfélagsins sem skyldi er algjörlega nauðsynlegt að þær spár sem eru í áætluninni séu brotnar niður á einstaka byggðakjarna, svo þeir geti hagnýtt sér áætlunina í framtíðinni. Hver sem byggja vill íbúðir á Borgarfirði gegnum leiðir hins opinbera þarf tölur um stöðuna á Borgarfirði og vandséð er að tölur um Múlaþing í heild gagnist viðkomandi. Nær öruggt er að sama gildi um aðra byggðarkjarna Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar finnst það furðu sæta að óuppfyllt íbúðaþörf í Múlaþingi sé metin engin árið 2023. Á Borgarfirði er ljóst að uppsöfnuð íbúðaþörf er þó nokkur. Fjölgun íbúa hefur sterka fylgni við framboð húsnæðis.

Í kaflanum um atvinnuástand á Borgarfirði eystri saknar heimastjórn Borgarfjarðar að minnst sé á fyrirhugaðar framkvæmdir í Fjarðarborg þar sem aðstaða fyrir 10 - 20 störf án staðsetningar verður til. Til að það megi raungerast þarf húsnæði fyrir framtíðarstarfsmenn þar. Þann kafla þarf að uppfæra frekar sbr. aukið gistirými, aukin starfsemi í KHB brugghúsi, fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir og nýjar samgönguúrbætur til Borgarfjarðar.

Kaflinn um markmið sveitarfélagsins varðandi íbúðauppbyggingu á Borgarfirði eystri er heldur rýr. Heimastjórn vill að þar komi m.a. fram sú uppsafnaða þörf sem er á staðnum sem og markmið sveitarfélagsins um að vera virkur þátttakandi á almennum leigumarkaði til að stuðla að heilsársbúsetu á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


3.Erindi frá stjórn Gusu ehf. vegna málefna Búðarinnar.

Málsnúmer 202212042Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Christer Magnusson fyrir hönd Gusu ehf. dagsett 15. nóvember 2022 þar sem drepið er á ýmsu varðandi nýtingu milli Fjarðarborgar og Búðarinnar. Þar er jafnframt óskað eftir leyfi til að setja upp skilti fyrir Búðina.
 
Heimastjórn þakkar Christer erindið og tekur jákvætt í þær hugmyndir sem þar koma fram. Heimastjórn beinir ósk Gusu ehf. um að setja upp auglýsingaskilti til Umhverfis - og framkvæmdaráðs. 

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Byggðakvóti Múlaþing

Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer

Þann 3. janúar sl. birtist á heimasíðu Stjórnarráðsins úthlutun almenns byggðakvóta 2022/2023. Þar kemur fram að Borgarfjörður eystri fær í sinn hlut lágmarksbyggðakvóta þ.e. 15 tonn. Heimastjórn harmar rýran hlut Borgarfjarðar og vill að fyrirkomulag úthlutunar almenns byggðakvóta verði endurskoðað enda ætti slíkur kvóti að nýtast byggðalögum sem ríkið hefur á öðrum stað skilgreint sem brothætta byggð.

Ofangreindu er vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er föstudaginn 3. febrúar næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 1.febrúar næstkomandi næstkomandi.

Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?