Fara í efni

Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 24. fundur - 04.08.2022

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Málinu frestað til næsta fundar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 25. fundur - 18.08.2022

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir Jóhann Gísla Jóhannsson sem fulltrúa Múlaþings í samstarfshóp um gerð stjórnunar og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 26. fundur - 18.08.2022

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Heimastjórn Borgarfjarðar var falið að tilnefna einn fulltrúa í samstarfshópinn og samþykkir að tilnefna Eyþór Stefánsson í hópinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 31. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 7. desember 2022, frá Umhverfisstofnun það sem upplýst er að vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð er hafin. Fram kemur að haft verði samband við samráðsaðila eftir því sem tilefni er til. Einnig kemur fram að áætlunin mun verða stefnumótandi skjal þar sem sett verða fram markmið til að viðhalda verndargildi svæðisins. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar hefur verið sett upp svæði þar sem finna má upplýsingar um vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar, þ.m.t. verk-og tímaáætlun og samráðsáætlun, sjá hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 7. desember 2022, frá Umhverfisstofnun það sem upplýst er að vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð er hafin. Fram kemur að haft verði samband við samráðsaðila eftir því sem tilefni er til. Einnig kemur fram að áætlunin mun verða stefnumótandi skjal þar sem sett verða fram markmið til að viðhalda verndargildi svæðisins. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar hefur verið sett upp svæði þar sem finna má upplýsingar um vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar, þ.m.t. verk-og tímaáætlun og samráðsáætlun, sjá hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 37. fundur - 06.07.2023

Á fundinn undir þessum lið mætti Davíð Örvar Hansson, frá Umhverfisstofnun, sem fór yfir stöðuna á gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið norðan Dyrfjalla, sem var friðlýst sem landslagsverndarsvæði þann 2. júlí 2021 og Stórurð sem var friðlýst sem náttúruvætti.

Heimastjórn þakkar Davíð Erni fyrir kynningunna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?