Fara í efni

Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 24. fundur - 04.08.2022

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Málinu frestað til næsta fundar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 25. fundur - 18.08.2022

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir Jóhann Gísla Jóhannsson sem fulltrúa Múlaþings í samstarfshóp um gerð stjórnunar og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 26. fundur - 18.08.2022

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Heimastjórn Borgarfjarðar var falið að tilnefna einn fulltrúa í samstarfshópinn og samþykkir að tilnefna Eyþór Stefánsson í hópinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 31. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 7. desember 2022, frá Umhverfisstofnun það sem upplýst er að vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð er hafin. Fram kemur að haft verði samband við samráðsaðila eftir því sem tilefni er til. Einnig kemur fram að áætlunin mun verða stefnumótandi skjal þar sem sett verða fram markmið til að viðhalda verndargildi svæðisins. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar hefur verið sett upp svæði þar sem finna má upplýsingar um vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar, þ.m.t. verk-og tímaáætlun og samráðsáætlun, sjá hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 7. desember 2022, frá Umhverfisstofnun það sem upplýst er að vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð er hafin. Fram kemur að haft verði samband við samráðsaðila eftir því sem tilefni er til. Einnig kemur fram að áætlunin mun verða stefnumótandi skjal þar sem sett verða fram markmið til að viðhalda verndargildi svæðisins. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar hefur verið sett upp svæði þar sem finna má upplýsingar um vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar, þ.m.t. verk-og tímaáætlun og samráðsáætlun, sjá hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 37. fundur - 06.07.2023

Á fundinn undir þessum lið mætti Davíð Örvar Hansson, frá Umhverfisstofnun, sem fór yfir stöðuna á gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið norðan Dyrfjalla, sem var friðlýst sem landslagsverndarsvæði þann 2. júlí 2021 og Stórurð sem var friðlýst sem náttúruvætti.

Heimastjórn þakkar Davíð Erni fyrir kynningunna.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 44. fundur - 01.02.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 24.1.2024, ásamt drögum að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Dyrfjöll og Stórurð og aðgerðaráætlun til kynningar. Athugasemdarfrestur er til 17. mars 2024.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við drögin og hvetur áhugasama til að kynna sér efni hennar og eftir atvikum skila inn athugasemdum.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107. fundur - 05.02.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 24.1.2024, ásamt drögum að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Dyrfjöll og Stórurð auk aðgerðaráætlunar, til kynningar. Athugasemdarfrestur er til 17. mars 2024. Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Verkefnastjóra umhverfismála er falið að vinna drög að umsögn sem lögð verður fyrir ráðið á nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:35

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 24.1.2024, ásamt með drögum að stjórnunar og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð og aðgerðaráætlun, til kynningar. Athugasemdarfrestur er til 17. mars 2024. Áætlunin er unnin af fulltrúum umhverfisstofnunar, fulltrúum landeigenda og fulltrúum Múlaþings. Meginmarkmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar því að nú liggi fyrir drög að stjórnunar og verndaráætlun og aðgerðaáætlun fyrir svæðið.

Heimastjórn beinir því til starfshóps um stjórnunar- og verndaráætlunina og Umhverfisstofnunar að salernisaðstaða og aðstaða fyrir landverði, fræðslustarfsemi og móttöku skólafólks verði tekin inn í þriggja ára aðgerðaráætlunina.

Heimastjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér drögin sem finna má á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Á 107. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs var verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna drög að umsögn um drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Dyrfjöll og Stórurð, auk aðgerðaráætlunar. Framlögð eru drög að athugasemdum við ofangreinda áætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar athugasemdir og felur verkefnastjóra umhverfismála að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?