Fara í efni

Byggðakvóti Múlaþing

Málsnúmer 202201031

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Þann 5. janúar birtist á heimasíðu Stjórnarráðsins úthlutun almenns byggðakvóta 2021/2022. Þar kemur fram að Borgarfjörður eystri fær í sinn hlut lágmarksbyggðakvóta þ.e. 15 tonn. Heimastjórn harmar rýran hlut Borgarfjarðar og vill að fyrirkomulag úthlutunar almenns byggðakvóta verði endurskoðað enda ætti slíkur kvóti að nýtast byggðalögum sem ríkið hefur á öðrum stað skilgreint sem brothætta byggð. Ofangreindu er vísað til sveitarstjórnar.

Heimastjórn hyggst sækja um sértækan byggðakvóta til Byggðastofnunar. Formanni falið að leiða saman hagsmunaaðila því tengdu og vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 23. fundur - 09.05.2022

Heimastjórn Borgarfjarðar hefur átt samskipti við Byggðastofnun og lýst yfir áhuga sínum á að sækja um sértækan byggðakvóta fyrir Borgarfjörð.

Stærstu útgerðarmenn og fiskverkendur staðarins hafa lýst sig reiðubúna að taka þátt í formlegum viðræðum um útfærslu veiða og vinnslu kvótans á Borgarfirði.

Jákvæðari teikn eru á lofti en oft áður um nýliðun í sjávarútvegi á Borgarfirði. Því telur heimastjórn það mikilvægt að útgerð á staðnum og starfsemi henni tengdri sé tryggð frekari fótfesta með sértækum byggðakvóta á staðinn. Heimastjórn leggur því til og beinir til sveitarstjórnar að óskað verði eftir formlegum viðræðum við Byggðastofnun um úthlutun sértæks byggðakvóta til Borgarfjarðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 09.05.2022, varðandi byggðakvóta í Múlaþingi.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar varðandi mikilvægi þess að útgerð á staðnum og starfsemi henni tengd verði tryggð frekari fótefsta með sértækum byggðakvóta. Sveitarstjóra, í samráði við heimastjórn Borgafjarðar, falið að óska eftir formlegum viðræðum við Byggðastofnun um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 31. fundur - 05.01.2023

Þann 3. janúar sl. birtist á heimasíðu Stjórnarráðsins úthlutun almenns byggðakvóta 2022/2023. Þar kemur fram að Borgarfjörður eystri fær í sinn hlut lágmarksbyggðakvóta þ.e. 15 tonn. Heimastjórn harmar rýran hlut Borgarfjarðar og vill að fyrirkomulag úthlutunar almenns byggðakvóta verði endurskoðað enda ætti slíkur kvóti að nýtast byggðalögum sem ríkið hefur á öðrum stað skilgreint sem brothætta byggð.

Ofangreindu er vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 32. fundur - 11.01.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 05.01.2023, þar sem umfjöllun heimastjórnar um byggðakvóta er vísað til sveitarstjórnar.

Helgi Hlynur Ásgrímsson kom upp og vakti máls á því að hugsanlega væri hann vanhæfur undir þessum lið. Atkvæðagreiðsla vegna vanhæfis Helga Hlyns fór fram og var felld með 10 atkvæðum gegn einu (HHÁ)

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og harmar rýran hlut Borgarfjarðar við úthlutun byggðakvóta 2022/2023. Mikilvægt er að fyrirkomulag úthlutunar almenns byggðakvóta verði endurskoðað þannig að hann nýtist m.a. byggðalögum sem af ríkinu hafa verið skilgreind sem brothættar byggðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 41. fundur - 09.11.2023

Hreppsnefnd Borgarfjarðar og heimastjórn hafa á liðnum árum átt samtöl við Byggðastofnun um mögulega úthlutun sértæks byggðakvóta til staðarins.

Heimastjórn Borgarfjarðar fer þess á leit við Byggðastofnun að hún taki til skoðunar hvort ekki séu nú forsendur fyrir því að úthluta sértækum byggðakvóta til Borgarfjarðar sem byggðafestuaðgerð. Rík þörf er til að styrkja sjávarútveg staðarins en þrátt fyrir miklar umræður hefur þessi atvinnustarfsemi, útgerð og fiskvinnsla, ekki hlotið náð fyrir augum Byggðastofnunar í gegnum verkefnið Brothættar byggðir né síðar.

Heimastjórn vísar málinu til umfjöllunar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar frá 09.11.2023 varðandi byggðakvóta í Múlaþingi.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar eystri varðandi þörf á að styrkja sjávarútveg Borgarfjarðar og beinir því til Byggðastofnunar að taka til skoðunar hvort ekki sé nú forsendur fyrir því að úthluta sértækum byggðakvóta til Borgarfjarðar sem byggðafestuaðgerð. Sveitarstjóra falið að koma málinu á framfæri við Byggðastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?