Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

57. fundur 06. mars 2025 kl. 14:00 - 17:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ragna Stefanía Óskarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Kynning frá Austurbrú

Málsnúmer 202503031Vakta málsnúmer

Signý Ormarsdóttir og Páll Baldursson frá Austurbrú komu inn á fundinn og fjölluðu um sóknaráætlun landshlutans.
Fyrirhugaður er kynningarfundur á vegum Austurbrúar á Borgarfirði um sóknaráætlun sem verður auglýstur síðar.

Gestir

  • Páll Baldursson - mæting: 14:10
  • Signý Ormarsdóttir - mæting: 14:10

2.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur upplýsingabréf frá Jóni Jónssyni lögmanni, dagsett 17.2.2025, með afriti af kröfulýsingum sem hann hefur unnið og skilað fyrir hönd landeigenda til Óbyggðanefndar er varðar þjóðlendukröfu ríkisins í eyjar og sker, n.t.t. á svæðinu frá Brúnavík til Hvalvíkur.

Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfishönnun, Borgarfjörður, Kaupfélagsreitur og Fjarðarborg

Málsnúmer 202502042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá umhverfis- og framkvæmdasviði um framtíðarfyrirkomulag leiksvæðis milli grunnskóla, Fjarðarborgar og Sparkhallar.

Heimastjórn lýsir yfir ánægju með tillöguna og hlakkar til að sjá hana raungerast.

Lagt fram til kynningar.

4.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Fyrir liggja að hugmyndir að samfélagsverkefnum sem íbúar hafa sent sveitarfélaginu en frestur til að skila hugmyndum rann út 28. febrúar 2025. Tvær milljónir eru til úthlutunar á Borgarfirði.
Sjö tillögur bárust úr ýmsum áttum og þakkar heimastjórn kærlega fyrir þær.
Heimastjórn samþykkir að verkefnið "Kastali á leiksvæði við Fjarðarborg, grunnskóla og Sparkhöll" frá nemendum grunnskólans verði fyrir valinu að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Leigusamningur á Ósi Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202406150Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að nýjum leigusamningi um jörðina Ós á Borgarfirði.
Heimastjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til samþykktar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Fuglavernd, dagsett 14.2.2025, annars vegar varðandi endurnýjun samnings milli Fuglaverndar og Múlaþings um skiptingu tekna og kostnaðar vegna Hafnarhólma, og hins vegar vegna endurnýjun samnings um leigu dúnnytja í Hafnarhólma. Hafnarhólmi er að 70% í eigu Fuglaverndar og 30% í eigu Múlaþings.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við endurnýjun samnings um leigu dúnnytja í Hafnarhólma og vísar honum til samþykkis í byggðaráði.

Varðandi samning um skiptingu tekna og kostnaðar vegna Hafnarhólma telur heimastjórn eðlilegt að horft sé til töluvert lengri tíma en þriggja ára vegna fyrirhugaðra fjárfestinga og viðhalds í og við Hólmann. Starfsmanni falið að koma sjónarmiðum heimastjórnar á framfæri við Fuglavernd og í kjölfarið vísa málinu til byggðaráðs.

Starfsmaður heimastjórnar fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða gjaldtöku í Hafnarhólma. Eftir ítarlega yfirlegu kosta, er lagt til að hefja innheimtu þjónustugjalda við bílastæði. Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leyti að hefja innheimtu þjónustugjalds við bílastæði af gestum Hafnarhólma og að gjaldið taki mið af stærð farartækis. Mun gjaldtaka hefjast í sumar og kynnt nánar þegar nær dregur. Starfsmanni, í samvinnu við formann, falið að vinna að verðskrá og útfærslu og í kjölfarið vísa málinu til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Samkvæmt leigusamningi um aðra hæð Hafnarhúss skulu hlutaðeigendur hittast einu sinni á ári og fara yfir málefni tengd starfseminni í húsinu. Á fundinn mætti Auður Vala Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Blábjarga sem heldur úti veitingarekstri í Hafnarhúsi.
Auður sagði frá því að sumarið 2024 hafi gengið vel og að sumarið framundan liti vel út. Heimastjórn sagði frá fyrirhugaðri gjaldheimtu við Hafnarhólma og rætt var um nýtingu sýningarrýmisins á þriðju hæð hússins. Heimastjórn þakkar Auði Völu fyrir komuna og gott samstarf.

Gestir

  • Auður Vala Gunnarsdóttir - mæting: 15:00

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fyrirhugaður fimmtudaginn 3. apríl 2025. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 31. mars. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til skrifstofu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?