Fara í efni

Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Heimastjórn Djúpavogs lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarrétarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. til fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir fundinum liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2.2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarrétarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. til fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Meðal krafna ríkisins er Hafnarhólmi.

Heimastjórn Borgarfjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreinings um eignarréttarlega stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarréttarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. til fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarrétarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Við upphaf þessara dagskráliðar vakti Helgi Hlynur Ásgrímsson athygli á mögulegu vanhæfi sínu. Forseti tók mögulegt vanhæfi til umræðu og afgreiðslu. Opnuð var mælendaskrá tóku eftirfarandi til máls: Jónína Brynjólfsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson. Forseti bar upp tillögu um vanhæfi sem var felld með 5 atkvæðum (JB,SG,EFG,BE,VJ), 4 fylgjandi tillögunni (HÞ,ÁMS,HHÁ,ÞJ) og 2 sátu hjá (ÍKH,ES).

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir samhljóða bókanir heimastjórna Múlaþings og lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreinings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarréttarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til íslenska ríkisins að taka umrædda kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir liggur tilkynning frá Óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja, dagsett 11.4.2024. Þar kemur m.a. fram að "Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.

Verði endurskoðun á kröfum ríkisins ekki lokið innan hæfilegs tíma fyrir 2. september kemur til greina af hálfu nefndarinnar að framlengja frestinn frekar til að tryggja að landeigendum gefist nægur tími til viðbragða. Nefndin hefur hins vegar lagt ríka áherslu á það við fjármála- og efnahagsráðherra að boðaðri endurskoðun ráðherra á kröfunum verði hraðað eins og kostur er svo að afstaða ríkisins liggi fyrir sem allra fyrst, enda hafa fjölmargir landeigendur þegar hafið vinnu við að bregðast við upphaflegri kröfugerð ríkisins."

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir liggur tilkynning frá Óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja, dagsett 11.4.2024. Þar kemur m.a. fram að "Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.

Verði endurskoðun á kröfum ríkisins ekki lokið innan hæfilegs tíma fyrir 2. september kemur til greina af hálfu nefndarinnar að framlengja frestinn frekar til að tryggja að landeigendum gefist nægur tími til viðbragða. Nefndin hefur hins vegar lagt ríka áherslu á það við fjármála- og efnahagsráðherra að boðaðri endurskoðun ráðherra á kröfunum verði hraðað eins og kostur er svo að afstaða ríkisins liggi fyrir sem allra fyrst, enda hafa fjölmargir landeigendur þegar hafið vinnu við að bregðast við upphaflegri kröfugerð ríkisins."

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 47. fundur - 06.05.2024

Fyrir liggur tilkynning frá Óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja, dagsett 11.4.2024. Þar kemur m.a. fram að "Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.

Verði endurskoðun á kröfum ríkisins ekki lokið innan hæfilegs tíma fyrir 2. september kemur til greina af hálfu nefndarinnar að framlengja frestinn frekar til að tryggja að landeigendum gefist nægur tími til viðbragða. Nefndin hefur hins vegar lagt ríka áherslu á það við fjármála- og efnahagsráðherra að boðaðri endurskoðun ráðherra á kröfunum verði hraðað eins og kostur er svo að afstaða ríkisins liggi fyrir sem allra fyrst, enda hafa fjölmargir landeigendur þegar hafið vinnu við að bregðast við upphaflegri kröfugerð ríkisins."

Lagt fram til kynningar
Getum við bætt efni þessarar síðu?