Fyrir liggja tölvupóstar frá Jóni Jónssyni lögmanni, dagsettir 10. og 11. apríl 2025 þar sem fjallað er um stöðu mála í kröfum ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyar og sker. Jón hefur m.a. unnið greinargerð þar sem hann rökstyður að eyjar og sker úti fyrir landi hafi í skilningi Jónsbókar talist eign þeirra sem æættu landið sem þær væru við. Umræddar eyjar og sker eru úti fyrir Njarðvík, Brúnavík og Hvalvík. Óbyggðanefnd hefur fallist á rök Jóns í þessu máli og vísað málinu áfram til lögmanna íslenska ríkisins. Viðbragða er að vænta frá þeim á næstu vikum.
Heimastjórn Djúpavogs lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarrétarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. til fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.