Fara í efni

Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 9. fundur - 03.05.2021

Fuglavernd hefur skilað uppkasti að samningi um skiptingu tekna vegna fyrirhugaðrar innheimtu gjalds í Hafnarhólma.

Heimastórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti og beinir því til byggðaráðs að vinna málið áfram.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar þar sem drögum að samningi við Fuglavernd varðandi skiptingu tekna af fyrirhugaðri innheimtu gjalds í Hafnarhólma er beint til byggðaráðs Múlaþings til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita samning við Fuglavernd varðandi skiptingu tekna af fyrirhugaðri innheimtu gjalds í Hafnarhólma. Samningurinn skal grundavallast á fyrirliggjandi samningsdrögum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Heimastjórn Borgarfjarðar - 11. fundur - 05.07.2021

Unnið hefur verið að undirbúningi gjaldtöku fyrir heimsóknir í Hafnarhólma. Gunnar Valur Steindórsson mætti á fundinn og kynnti fyir heimastjórn tillögu að tæknilegri lausn gjaldtökunnar.

Heimastjórn leggur til að gjaldtaka verði valkvæð í sumar og sumarið verði notað til að koma reynslu á tæknilausnina.

Heimastjórn leggur til að gjald verði 400 kr. á hvern einstakling eldri en 14 ára sumarið 2021 en verði endurskoðað fyrir næsta ár.

Tekjum gjaldtökunnar er ætlað að standa undir viðhaldi, rekstri, landvörslu og upplýsingagjöf á svæðinu.

Gestir

  • Gunnar Valur Steindórsson

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá tillaga heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 05.07.2021, að gjaldskrá vegna gjaldtöku í Hafnarhólma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna gjaldtöku í Hafnarhólma og felur fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði að koma henni í kynningu og framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 21. fundur - 10.03.2022

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur áherslu á að gjaldtaka hefjist í Hafnarhólma í sumar. Sú tæknilausn sem kynnt hefur verið hentar ekki sem skyldi að mati heimastjórnar.

Heimastjórn felur fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 33. fundur - 02.03.2023

Undir þessum lið sat Olgeir Pétursson frá Glaze og kynnti greiðslukerfi sem er til skoðunar að taka upp hjá Múlaþingi. 

Heimastjórn lýst vel á greiðslukerfi Glaze og leggur til að gengið verði til samninga við fyrirtækið á grundvelli þess sem fram kom á fundinum. 

Heimastjórn vísar því til atvinnu - og menningarsviðs Múlaþings að fara að undirbúa skiltagerð og aðra þá verkþætti sem ráðast þarf í. Markmiðið er að hefja gjaldtöku sumarið 2023 en fyrst um sinn verði um frjáls framlög að ræða. Tilgangur með gjaldtökunni er uppbygging áfangastaðarins Hafnarhólma og rannsóknir og verndun lífríkis á svæðinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Olgeir Pétursson - mæting: 10:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 37. fundur - 06.07.2023

Upp er komið kerfi þar sem gestum Hafnarhólma gefst færi á að greiða frjáls framlög til styrktar svæðinu.

Markmiðið er að koma upp fleiri skiltum m.a. meðfram varnargarðinum sem liggur milli Hafnarhúss og Hólmans þar sem gestir geta á rafrænan hátt greitt framlag og fræðst um svæðið. Þar verði jafnframt máluð lína meðfram garðinum til að aðskilja umferð gangandi vegfarenda og hafnarstarfsemi.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 41. fundur - 09.11.2023

Inn á fund heimastjórnar kom framkvæmdastjóri Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir ásamt tveimur stjórnarmönnum, þeim Snæþóri Aðalsteinssyni og Trausta Gunnarssyni.

Rædd voru málefni Hafnarhólma og þá sérstaklega fyrirkomulag innheimtu framlaga sem sett var á síðastliðið sumar og lofar góðu. Fram komu ýmsar tillögur um hvernig megi bæta núverandi fyrirkomulag með samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Snæþór Aðalsteinsson - mæting: 11:00
  • Hólmfríður Arnardóttir - mæting: 11:00
  • Trausti Gunnarsson - mæting: 11:00

Byggðaráð Múlaþings - 101. fundur - 28.11.2023

Fyrir liggur minnisblað varðandi gjaldtöku og gestakomur í Hafnarhólmann á Borgarfirði.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja drög að skiltum frá Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Rán Flygenring sem koma á upp á Hafnarsvæði fyrir vorið.

Vinnu haldið áfram og lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?