Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

56. fundur 06. mars 2025 kl. 13:00 - 16:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri

1.Félagsheimilið Arnhólsstaðir

Málsnúmer 202411218Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úttekt á félagsheimilinu Arnhólsstöðum sem gerð var af starfsmanni umhverfis- og framkvæmdasviðs 17.9. 2024.
Á fundinn undir þessum lið mætir Vordís Jónsdóttir verkefnastjóri framkvæmdamála og fer yfir mat á viðhaldsþörf mannvirkja sveitarfélagsins á Fljótsdalshéraði.
Eftrifarandi bókun lögð fram:
Í ljósi upplýsinga sem kynntar voru á fundinum um ástand mannvirkja á Fljótsdalshéraði, þar á meðal á félagsheimilinu Arnhólsstöðum, leggur heimastjórn Fljótsdalshéraðs til að umhverfis- og framkvæmdaráð taki til umfjöllunar og stefnumörkunar framkvæmd og forgagnsröðun viðhalds mannvirkja sveitarfélagsins til að ná jafnvægi milli reglulegs viðhalds og nýframkvæmda. Jafnframt beinir heimastjórn því til byggðaráðs að fjalla um hlutverk, stöðu og þörf fyrir félagsheimili á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að erindisbréfi fyrir starfshóp um húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili niðurstöðum fyrir 30. júní 2025. Á fundi fjölskylduráðs, 4.2.2025, var óskað eftir að heimastjórn skipaði fulltrúa í starfshópinn.
Eftirfarandi bókun lögð fram.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að Björgvin Stefán Pétursson verði fulltrúi heimastjórnar í starfshópi um húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir að samfélagsverkefnum sem íbúar hafa sent sveitarfélaginu en frestur til að skila hugmyndum rann út 28. febrúar 2025.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að skoða kostnað og raunhæfni verkefnanna og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Opinn fundur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202203168Vakta málsnúmer

Eftirfarandi bókun lögð fram.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fyrirhugar að halda opna íbúafundi um miðjan apríl og felur starfsmanni að undirbúa þá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnulóðir í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202502099Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi atvinnulóðir í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði.
Á fundinn undir þessum lið mætir Sóley Valdimarsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gætt verði að því í aðalskipulagi fyrir Múlaþing að gert verði ráð fyrir nægu framboði fyrir atvinnu- og iðnaðarlóðir í þéttbýlinu á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmdaheimild, Lagnir, Eiðar

Málsnúmer 202501218Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, sem náttúruverndarnefndar, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar 2.5 km háspennustrengs, sem lagður verður í jörðu og kemur í stað loftlínu, (Eiðalínu) sem reist var árið 1985. Strengurinn mun að hluta til liggja í gegnum land sem tilgreint er á B-hluta náttúruminjaskrár. Á fundinum undir þessum lið sat Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir athugasemdir Náttúrurverndarstofnunar og þær ábendingar sem koma fram í umsögn hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Fyrir liggja athugasemdir frá Skipulagsstofnun, dagsettar 21. febrúar 2025, vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Eiða. Samkvæmt 1. mgr. 42. greinar Skipulagslaga 123/2010, skal heimastjórn taka þær til umræðu. Á fundinum undir þessum lið sat Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar ásamt uppfærðum gögnum frá skipulagsráðgjafa. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir uppfærðum gögnum þar sem brugðist er við athugasemdum Skipulagsstofnunar er varðar fjarlægð byggingarreita frá vegum. Jafnframt verði betur gerð grein fyrir hvar endurheimta eigi votlendi sem muni raskast.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs heimilar skipulagsfulltrúa að láta birta auglýsingu um gildistöku deiliskipulagins í Stjórnartíðindum, þegar uppfærðum gögnum hefur verið skilað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðný Drífa Snæland yfirgaf fundinn eftir að 4. lið lauk.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?