Fara í efni

Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 31. fundur - 16.11.2021

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum fylgdi eftir samantekt um húsnæðissögu Tónlistarskólans á Egilsstöðum og sagði frá starfsemi skólans og ítrekaði mikilvægi þess að ekki verði dregið frekar að setja framkvæmdir vegna húsnæði skólans á framtíðaráætlun. Sóley minnti á að með því að bregðast við húsnæðisvanda Tónlistarskólans sé um leið brugðist við húsnæðisvanda í Egilsstaðaskóla og í Frístund við Egilsstaðaskóla.

Til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá skólastjórum Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Egilsstaðaskóla varðandi húsnæðismál skólanna. Jafnframt er lögð fram til kynningar samantekt um húsnæðissögu Tónlistarskólans á Egilsstöðum frá Sóley Þrastardóttur, skólastjóra skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir fram komið erindi og greinargóða samantekt. Ráðið tekur undir að mikilvægt er að koma til móts við þarfir viðkomandi stofnana fyrir aukið húsnæði. Ekki náðist þó að gera ráð fyrir fjárframlögum til verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar að þessu sinni en málið verður áfram á dagskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 43. fundur - 26.04.2022

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum kynnti erindið og skýrði forsendur þess.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dagsett 19. apríl 2022, frá skólastjórum Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Egilsstaðaskóla varðandi húsnæðismál skólanna og Frístundar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2023-2026.

Samþykkt samhljóða með handauppréttngu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?