Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

1. fundur 02. nóvember 2020 kl. 09:00 - 10:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir starfsmaður Heimasstjórnar

1.Fundir Heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202010617Vakta málsnúmer

Fundir heimastjórnar verða á mánudegi í vikunni fyrir sveitastjórnarfund kl. 8:30 ef fundur er í fjarfundi annars kl. 09:00 ef það er snertifundur.

2.Nýburaheimsóknir á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010610Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá Evu Jónudóttur þjónustufulltrúa Seyðisfirði þar sem hún óskar eftir því að nýburaheimsóknum verði haldið áfram á Seyðisfirði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að halda verkefninu áfram óbreyttu og leggur til að fulltrúi sveitarstjóra annist verkefnið ásamt þjónustufulltrúa.

3.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir vinnuhóps og ýmis gögn varðandi verkefnið s.s. samstarfssamningur við ríkissjóð, erindisbréf vinnuhóps og tillaga vinnuhóps að framtíðarrekstraraðila.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi byggðaráðs þann 27.10.2020:

"Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela heimastjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar yfirstjórn verkefnisins og skuli fundargerðir vinnuhópsins fá umfjöllun þar. Áhersla verði á það lögð að verkefnið verði lagað að þeim fjárhagsramma er samningur sveitarfélagsins við ríkissjóð markar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu."

Heimastjórn samþykkir framlagða tillögu vinnuhóps frá 12. fundi hópsins 06.10.2020 að gengið verði til samninga við umsækjendur um Sælkeraverslun ? Roth Gróið og felur vinnuhóp að leggja drög að samningi fyrir heimastjórn.

Heimastjórn óskar eftir því að vinnuhópur Gamla ríkisins og Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri komi inn á næsta fund 30.11.2020 vegna Gamla ríkisins.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?