Fara í efni

Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fyrir lágu fundargerðir vinnuhóps og ýmis gögn varðandi verkefnið s.s. samstarfssamningur við ríkissjóð, erindisbréf vinnuhóps og tillaga vinnuhóps að framtíðarrekstraraðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela heimastjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar yfirstjórn verkefnisins og skuli fundargerðir vinnuhópsins fá umfjöllun þar. Áhersla verði á það lögð að verkefnið verði lagað að þeim fjárhagsramma er samningur sveitarfélagsins við ríkissjóð markar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 1. fundur - 02.11.2020

Fyrir lágu fundargerðir vinnuhóps og ýmis gögn varðandi verkefnið s.s. samstarfssamningur við ríkissjóð, erindisbréf vinnuhóps og tillaga vinnuhóps að framtíðarrekstraraðila.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi byggðaráðs þann 27.10.2020:

"Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela heimastjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar yfirstjórn verkefnisins og skuli fundargerðir vinnuhópsins fá umfjöllun þar. Áhersla verði á það lögð að verkefnið verði lagað að þeim fjárhagsramma er samningur sveitarfélagsins við ríkissjóð markar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu."

Heimastjórn samþykkir framlagða tillögu vinnuhóps frá 12. fundi hópsins 06.10.2020 að gengið verði til samninga við umsækjendur um Sælkeraverslun ? Roth Gróið og felur vinnuhóp að leggja drög að samningi fyrir heimastjórn.

Heimastjórn óskar eftir því að vinnuhópur Gamla ríkisins og Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri komi inn á næsta fund 30.11.2020 vegna Gamla ríkisins.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 3. fundur - 11.01.2021

Fundagerðir 14. og 15 lagðar fram. Aðalheiður, formaður vinnuhóps um Gamla ríkið fór yfir stöðu mála. Helst ber að nefna að vinnuhópur í samráði við Minjastofnun, Verkís og Braga Blumenstein verkefnisstjóra hefur tekið ákvörðun um að færa húsið um 3 metra frá götunni og að aðferð Minjastofnunar verði farin. Minjavernd leggur til hönnun varðandi færsluna.

Ljóst er að færsla hússins er í uppnámi vegna aurflóðanna 18. desember og mun framhald verkefnisins ráðast eitthvað af því hvernig nýtt hættumat mun þróast.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 6. fundur - 01.03.2021

Vinnuhópur um endurgerð Gamla ríkisins, 16. fundur. Lagður fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lá erindi vinnuhóps um Gamla ríkið á Seyðisfirði þar sem óskað er eftir því að vinnuhópurinn verði lagður niður og leystur undan þeirri ábyrgð sem hópnum var falið að annast.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn Múlaþings að orðið verði við ósk vinnuhóps um Gamla ríkið, um að vinnuhópurinn verði lagður niður en áfram verði unnið að verkefninu samhliða annarri uppbyggingu á svæðinu.

Samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 24.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að orðið verði við ósk vinnuhóps um Gamla ríkið, um að vinnuhópurinn verði lagður niður en áfram verði unnið að verkefninu samhliða annarri uppbyggingu á svæðinu.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að verða við ósk vinnuhóps um Gamla ríkið um að vinnuhópurinn verði lagður niður. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings umsjón verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 20. fundur - 07.02.2022

Hugrún Hjálmarsdóttir kom inn á fundinn og fer yfir stöðu mála.

Hugrún Hjálmarsdóttir fór yfir stöðu mála. Málið er stopp vegna þess að beðið er eftir endanlegu hættumati og frummatsskýslu vegna ofanflóða á svæðinu. Heimastjórn leggur áherslu á að framkvæmdir við húsið hefjist sem allra fyrst. Heimastjórn beinir þeim tilmælum til umhverfis- og framkvæmdaráðs að það mætti byrja á verkefnum eins og að smíða glugga, hurðir og að lagfæra innréttingarnar í húsinu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Að beiðni fulltrúa í ráðinu eru málefni Gamla ríkisins á Seyðisfirði tekin á dagskrá fundar og farið yfir stöðu verkefnisins. Sveitarstjóri sat fundinn undir liðnum. Fram kom að ákveðið hefði verið að bíða eftir kynningu á frummatsskýrslu vegna ofanflóðavarna áður en verkefninu yrði framhaldið. Von er á þeirri kynningu í byrjun apríl.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Björn Ingimarsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Farið yfir næstu skref verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að undirbúa og láta framkvæma endurbyggingu Gamla ríkisins á Seyðisfirði í samræmi við tillögu þá sem meirihluti ráðgjafanefndar um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár á Seyðisfirði, gerði í lokaskýrslu sinni í maí 2021. Tillagan felur í sér að húsið verði byggt upp á lóðinni við Hafnargötu 11 þar sem það er nú, en það verði fært til innan lóðar utar og fjær götu.
Jafnframt beinir ráðið því til byggðarráðs að taka afstöðu til ráðstöfunar hússins, með hliðsjón af samningi sem í gildi er um endurgerð þess milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.04.2022, þar sem fram kemur að Gamla ríkið verði endurbyggt á lóðinni við Hafnargötu 11 á Seyðisfirði en að það verði fært til innan lóðar. Því er janframt beint til byggðaráðs að taka afstöðu til ráðstöfunar hússins með hliðsjón af samningi sem í gildi er milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta vinna tillögu að ráðstöfun Gamla ríkisins með hliðsjón af samningi sem í gildi er milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar. Horft verði m.a. til þeirra hugmynda er fram komu við hugmyndasamkeppni varðandi Gamla ríkið í september 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Steingrímur Jónsson mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi næstu skref í vinnu við Gamla ríkið. Fyrir dyrum stendur að fara í það að byggja upp grunn að húsinu, utar og neðar í lóðinni. Þá verður húsið fært yfir á nýja grunninn og endurbyggt eins og samningur milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar gerir ráð fyrir og samkomulag hefur náðst um. Stefnt er að því að bjóða verklegu framkvæmdina út.

Heimastjórn þakkar Steingrími fyrir komuna og greinagóða kynningu.

Heimastjórn leggur til við Umhverfis- og framkvæmdarsvið að samhliða framkvæmdum verði fundinn framtíðar rekstraraðili svo nýta megi sem best þá fjármuni sem ætlaðir eru í endurbætur hússins og aðlögun að framtíðar starfsemi.


Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 15:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?