Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

16. fundur 11. október 2021 kl. 09:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Kjartan Róbertsson kom inn á fundinn og fór yfir núverandi framkvæmdir við Seyðisfjarðarskóla og tilvonandi þarfagreiningu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:30

2.Aðalfundur NAUST 2021- Ályktanir

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Heimastjórn Seyðisfjarðar - íbúafundur

Málsnúmer 202110029Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur fram eftirfarandi svör við spurningum íbúa og beinir því til sveitasstjórnar að verða við þeim tilmælum sem þar koma fram.

Fundamenn spurðu hvort það kæmi til greina að halda íbúakosningu um fiskeldið á Seyðisfirði. Lagalega séð getur íbúakosning ekki komið í veg fyrir fyrirætlanir um fiskeldi í Seyðisfirði. Heimastjórn leggur áherslu á að efnt verði til kynningarfundar fyrir íbúa Seyðisfjarðar sem fyrst og á þeim tíma sem íbúar geti almennt sótt hann. Mikilvægt er að fyrirtækið fari yfir fjölda starfa og þá möguleika sem uppbygging fiskeldis í firðinum getur haft í för með sér.

Ofanflóðamál voru mikið rædd og íbúar á hættusvæðum voru uggandi yfir stöðu sinni. Sveitastjórnin hefur staðið sig vel í gegnum áföllin sem dunið hafa yfir Seyðfirðinga. Heimastjórn hvetur sveitastjórn til þess að halda áfram því góða starfi í samstarfi við ofanflóðasérfræðinga og að standa þannig vörð um íbúa á Seyðisfirði. Heimastjórn áréttar að vanda þurfi til rýminga og að tryggt sé að íbúar fái skilvirkar upplýsingar þegar það þarf að yfirgefa hús sín.

Mikil umræða varð um hitaveitumál Seyðisfjarðar og hvort einhver lausn væri í sjónmáli varðandi það mál. Heimastjórn óskar eftir því að það mál verði skoðað sérstaklega og beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og sveitastjórnar að skoðað verði með varanlega lausn til framtíðar fyrir Seyðisfjörð.

Umræða var um framkvæmdir og hversu seint þær ganga og hvers vegna verktakar á Seyðisfirði væru ekki ráðnir til vinnu. Rætt var einnig um rusl í bænum og að það þyrfti að fara í tiltektarátak. Heimastjórn beinir því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs að farið verði í úttekt á ástandinu og skerpt verði á verkferlum í framkvæmdum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?